fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Eyjan

Réðu vin bæjarstjórans í góða stöðu hjá Garðabæ – „Þessi ákvörðun skapar vantraust frá fyrsta degi“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 4. febrúar 2024 12:00

Almar steig til hliðar en Björg lagði fram tillöguna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lúðvík Örn Steinarsson var í vikunni ráðinn sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslusviðs Garðabæjar. Fulltrúar minnihlutans eru æfir yfir þessu enda er Lúðvík vinur Almars Guðmundssonar bæjarstjóra og er innmúraður Sjálfstæðismaður sem hefur tengt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn.

„Þetta er mjög alvarlegt,“ segir Sara Dögg Svanhildardóttir, oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Garðabæjar. En hún og fulltrúar Garðabæjarslistans og Framsóknarflokksins lögðust gegn ráðningu Lúðvíks á bæjarstjórnarfundi á fimmtudag. Ekki er sérlega algengt að fulltrúar minnihluta leggist beinlínis gegn ráðningu sem þessari, frekar að þeir sitji hjá.

„Þessi ákvörðun skapar vantraust frá fyrsta degi. Þetta er aðaltrúnaðarmaður kjörinna fulltrúa. Þetta er sá aðili sem við eigum að hafa aðgang að til upplýsa okkur um trúnaðargögn og ýmislegt annað. Þetta er maðurinn sem við eigum að treysta. Hann heldur líka utan um alla stjórnsýslu sveitarfélagsins þannig að íbúar þurfa að geta treyst því að þarna sé manneskja sem sé hafin yfir allan pólitískan vafa,“ segir Sara.

Vinur og kosningastjóri

Lúðvík hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, svo sem sem formaður fulltrúaráðs í Garðabæ og setið í nefndum. Þá hefur hann haldið utan um prófkjör og kosningabaráttu flokksins.

Vegna vináttu sinnar við Lúðvík lýsti Almar Guðmundsson bæjarstjóri sig vanhæfan til að sjá um ráðningarferlið og tók Björg Fenger, formaður bæjarráðs, við því kefli. Hún sat síðasta ráðningarviðtalið og tók við tillögu ráðningarteymis um hvaða tveir einstaklingar væru hæfastir. Ekki hefur verið opinberað hver hinn einstaklingurinn var en Björg bar tillögu um að ráða Lúðvík á fimmtudag og var hún samþykkt með atkvæðum Sjálfstæðismanna.

„Ég vissi að hann væri á þessum lista en grunaði ekki að hann yrði metinn einn af hæfustu umsækjendunum. Það hafði aldrei hvarflað að mér. Hann er ekki með neina einustu reynslu af því að starfa innan stjórnsýslunnar. Sem gerir þetta enn skrýtnara,“ segir Sara. Þetta sé staða sem þurfi að vera yfir allan vafa hvað varðar pólitísk tengsl eða aðkomu. Ábyrgðin sé að miklu leyti Bjargar, sem hafi lagt fram tillöguna án þess að flagga eigin tengslum.

Hafi mikla reynslu

Ekki náðist í Björgu Fenger en hún gerði grein fyrir ráðningunni á fimmtudag. Þar lét hún bóka:

„Lúðvík Örn hefur lokið kandídatsprófi frá Háskóla Íslands og málflutningsleyfi sem hæstaréttarlögmaður. Lúðvík Örn hefur rekið eigin lögmannsstofu frá árinu 1996. Hann hefur áratuga reynslu af stjórnarstörfum, hefur gegnt stjórnarformennsku og komið þar m.a. að endurskipulagningu stórra fyrirtækja. Hann hefur langa reynslu af samningagerð, lestri ársreikninga og framkvæmd greininga á rekstri. Sem lögmaður hefur Lúðvík Örn rekið stjórnsýslumál, hann hefur setið í stjórnum opinberra sjóða, gegnt stjórnarformennsku í stjórn Tryggingasjóðs og sinnt trúnaðarstörfum í nefndum fyrir sveitarfélag. Þá hefur Lúðvík Örn reynslu af stefnumótun og innleiðingu stefnu úr störfum sínum sem framkvæmdastjóri lögmannsstofu og sem stjórnarmaður.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar