fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Trump vill tengdadótturina í forystu Repúblikanaflokksins

Eyjan
Miðvikudaginn 14. febrúar 2024 06:30

Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrum forseti Bandaríkjanna, styður tengdadóttur sína, Lara Trump, í embætti formanns Repúblikanaflokksins. Það virðist því stefna í að flokkurinn verði að einhverju sem líkist fjölskyldufyrirtæki Trump.

Trump sendi frá sér yfirlýsingu á mánudaginn þar sem segir að hann telji að Michael Whatley, formaður flokksins í Norður-Karólínu, og Lara Trump eigi að leiða flokkinn á landsvísu. Hann sendi tilkynninguna frá sér í kjölfar þess að ljóst varð að Ronna McDaniel, formaður flokksins, íhugar að láta af embætti.

Ef hún lætur af embætti eiga Whatley og Lara Trump að taka við af henni að mati forsetans fyrrverandi.

Trump hefur þrýst á McDaniel um að segja af sér eftir að forval flokksins í Suður-Karólínu fer fram síðar í mánuðinum.

Trump hefur gefið í skyn að hann vilji gera ýmsar breytingar á flokknum áður en forsetakosningarnar fara fram þann 5. nóvember næstkomandi. Allt stefnir í að hann muni berjast við Joe Biden um embættið.

„Vinur minn Michael Whatley ætti að verða næsti formaður RNC. Michael hefur verið með mér frá upphafi og unnið frábært starf í heimaríki sínu, Norður-Karólínu,“ segir í yfirlýsingu Trump, sem bætir síðan við: „Hin mjög svo hæfileikaríka tengdadóttir mín Lara Trump hefur fallist á að bjóða sig fram sem formann með Michael. Hún hefur sagt mér að hún sé reiðubúin í þetta og hún verður frábær.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum