fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Áttatíu prósent Bandaríkjamanna telja Biden of gamlan til að vera forseti

Eyjan
Miðvikudaginn 14. febrúar 2024 08:00

Joe Biden. Mynd: Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er 81 árs og ætti því kannski að vera farinn á eftirlaun fyrir nokkru. Ef Bandaríkjamenn eru spurðir þá telur mikill meirihluti þeirra að Biden sé of gamall til að gegna embættinu. Mun færri hafa áhyggjur af aldri Donald Trump, sem sækist eftir að verða forseti í kosningunum í nóvember, en hann er 77 ára.

Í skoðanakönnun, sem Reuters og greiningarfyrirtækið Ipsos gerðu meðal 1.237 Bandaríkjamanna, sögðust átta af hverjum tíu telja að Biden sé of gamall til að gegna embætti forseta. Biden er elsti maðurinn sem gegnt hefur forsetaembættinu.

Meðal Demókrata töldu sjö af hverjum tíu að Biden sé of gamall til að gegna embættinu.

Helmingur aðspurðra sagðist telja Trump of gamlan til að gegna forsetaembættinu.

Könnunin var gerð 9. febrúar og eru vikmörkin um þrjú prósentustig.

Að undanförnu hefur mikið verið rætt og ritað um hvort Biden sé of gamall til að gegna forsetaembættinu  og hvort minni hans sé orðið lélegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum