fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Eyjan

„Ég treysti mér ekki í allt þetta .is“

Eyjan
Þriðjudaginn 13. febrúar 2024 14:36

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræða um störf þingsins fór fram á Alþingi fyrr í dag. Meðal þeirra sem tóku til máls var Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins. Henni var tíðrætt um þá erfiðleika sem margir eldri borgarar standa frammi fyrir við þá þróun sem átt hefur sér stað í íslensku samfélagi með auknum kröfum um að borgarar landsins lagi sig að því að hvers kyns þjónusta verði rafræn. Inga gerði sömuleiðis athugasemd við áhrif hertra krafna um persónuvernd og varna gegn peningaþvætti á þennan þjóðfélagshóp og raunar fleiri:

„Á hvaða vegferð eru stjórnvöld sem gullhúða svoleiðis persónuverndarlöggjöfina og allt það sem snýr að okkur hér heima að við í rauninni þurfum nánast að sýna sjálfum okkur löggilt skilríki á hverjum degi til að sanna fyrir okkur sjálfum að jú, þetta er jú ég sjálf.“

„Þetta er komið út yfir allan þjófabálk þegar búið er að binda og hlekkja samfélagið svo í heild sinni að heill þjóðfélagshópur, sá sem er að ganga hér síðasta æviskeiðið, getur ekki þrátt fyrir að hafa fulla getu og vilja til að sjá áfram um sig sjálfur, vera heima eins og móðir mín og baka og elda sinn mat sjálf á níræðisaldri og vera svo algerlega svipt í rauninni öllu sjálfræði sem lýtur að því að geta leitað sér aðstoðar í Heilsuveru eða í bankakerfinu og annað slíkt vegna þess að hún er ein af þeim sem segir: Ég treysti mér ekki í allt þetta .is.“

Inga segir löggjöfina vera að skilja þennan þjóðfélagshóp eftir og hún viti hreinlega ekki hvar þessi aukna áhersla á persónuvernd muni enda:

„Þetta er orðin svo mikil klikkun og þetta er orðið svo galið að ef við förum ekki að girða okkur í brók hérna þá veit ég ekki hvar það endar eiginlega. Það endar sennilega með því að það verður skotið einhverri örflögu í hausinn á manni og maður blikkar augum til að geta fengið að nota peninga í bankanum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón