fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Sr. Davíð Þór Jónsson: Það er engin rómantík í fæðingarsögu frelsarans

Eyjan
Föstudaginn 27. desember 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar guð gerðist maður kom hann þar sem hans var síst von en mest þörf. Það er hið stóra tákn fæðingarsögu Jesú. Sagan um fæðingu Jesú er saga af fólki sem er svipt mennsku sinni og virðingu vegna örbirgðar og sett til jafns við skynlausar skepnur. Við missum okkur stundum í rómantík yfir þessari sögu en það er engin rómantík í því þegar fólki er gert að fæða barn sitt eins og það sé skepnur. Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugardalsprestakalli, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar á jólum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

„Það er jólalag sem fer rosalega mikið í taugarnar á mér, Hin fyrstu jól; „Það dimmir og hljóðnar í Davíðsborg“. Það eru tvær setningar þar; hann er svo búinn að gleyma sér í rómantíkinni og þessari fallegu biblíumynd. hann segir: „Öll jörðin er þakin jólasnjó og jatan er ungabarnsvagga.“ Ég held að við getum alveg gefið okkur að jörðin hafi ekki verið þakin jólasnjó á þessum tíma. Það er svo fátítt að þarna snjói að það hefði ábyggilega verið látið fylgja sögunni,“ segir Davíð Þór.

„Hin setningin er: „Svo gerir hann krossmark, krýpur fram og kyssir barnið á vangann.“ Það er eitthvað óhugnanlegt að gera krossmark yfir Jesú Kristi sem barni í ljósi þess hvernig ævi hans átti eftir að þróast og hver endalok hans jarðneska lífs urðu. Þarna virðist skáldið ekki hafa áttað sig á því að krossmarkið kemur til töluvert eftir krossfestingu Jesú, sem trúartákn.“

Davíð Þór segir okkur gleyma okkur í rómantísku myndinni af Jósef og Maríu í fjárhúsinu og barninu í jötunni og áttum okkur ekki á því að ekkert hafi verið rómantískt við þetta. „Þetta er saga um neyð, saga um fólk sem er gert það að fæða barnið sitt eins og það væri skepnur. Þau eru í gripahúsi og ég held að það sé ekkert sem segi okkur að gripahús hafi verið eitthvað notalegri eða snyrtilegri staðir fyrir 2000 árum fyrir botni Miðjarðarhafsins en þau eru hér uppi á Íslandi í dag. Ef þú kemur inn í slík hús hugsar þú ekki með þér: Hér væri gott að fæða barn, kósí og rómantískt.

Þetta er saga um algeran hrylling, um algera neyð, um fólk sem vegna örbirgðar er svipt mennsku sinni, allri sinni mannlegu reisn. Það leitar skjóls í gripahúsi og fæðir barnið sitt þar. Það er undir þeim kringumstæðum sem guð gerist maður, þar sem maðurinn fær ekki að vera maður heldur er komið fram við hann eins og skepnu þar sem hann nýtur sömu virðingar og sömu stöðu og skynlausar skepnur. Þar gerist guð maður. Það er það sem sagan er um.“

Þú nefndir tákn áðan. Þetta er þá mjög stórt tákn.

„Það er táknið, að guð kemur þar sem hans er kannski síst von en mest þörf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum