fbpx
Mánudagur 15.september 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing

Eyjan
Laugardaginn 21. desember 2024 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar dregur að jólum kvarta æ fleiri undan vaxandi jólakvíða á geðlæknastofum landsins. Í október fara hin svokölluðu jólalög að hljóma sem flestir líta á sem skipulagðar hávaðapyntingar. Smám saman hefst Íslandsmótið í jólaskreytingum sem reynir á þolrif allra. Í nóvember er allt komið á fullt með endurteknum útsölum þar sem boðið er upp á svartan föstudag og dag einhleypra. (!) Í desember er fjandinn endanlega laus með jólatilboðum og auglýsingum og jólabókaflóði. Með þessum látum fylgja væntingar og kröfur sem margir eiga erfitt með að rísa undir. Sumir flýja til fjarlægra landa eða hækka geðlyfjaskammtana sína til að lifa af þessi ósköp. Þetta er þó engin ný saga.

Egill afi minn fór alltaf á feitan jólablús. Í Egilssögu er iðulega sagt frá mikilli ógleði sem sótti að gamla manninum um jólaleytið enda fékk hann aldrei neitt í skóinn. Öll ógæfa Gísla Súrssonar hófst í jólaboði sem einkenndist af fylleríi og tilheyrandi ofbeldi. Grettir Ásmundsson átti í flóknum og ofbeldisfullum kynlífssamskiptum við tröllkonur um jólin. Í Sturlungu er reyndar afar hugljúf jólasaga þegar Órækja Snorrason þyrmdi lífi Klængs stjúpbróður síns yfir blájólin en tók hann síðan af lífi. Hollvinur minn Siggi Breiðfjörð lýsir heilsuleysi og drykkjuskap á jólum.

Ótal tilraunir hafa verið gerðar til að breyta jólunum og gera þau minni í sniðum en þær hafa allar mistekist. Þess í stað hafa menn gefið í og gert jólin enn litríkari og langdregnari en áður. Kannski er það skammdegismyrkrið sem kallar fram þessa þrá eftir birtu og yl. Mér finnst alltaf jafn gaman á jólunum á Íslandi þrátt fyrir allt vælið um gróða kaupmanna og skreytingar sem farið hafi úr böndum. Einhvers staðar lengst inni í allri jólaóreiðunni glyttir í jólabarnið og boðskap þess. Það er nóg fyrir mig. Gleðileg jól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
EyjanFastir pennar
15.08.2025

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí