fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Hver er „ísmærin“ sem verður starfsmannastjóri Hvíta hússins?

Eyjan
Mánudaginn 11. nóvember 2024 04:55

Susie Wiles, stundum kölluð ísdrottningin. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump hefur tilkynnt að hin 67 ára gamla Susie Wiles verði starfsmannastjóri Hvíta hússins þegar hann tekur við lyklavöldunum þar í janúar. En hver er þessi kona, sem Trump sagði vera „ísmær“?

Hún ólst upp í New Jersey og hefur starfað fyrir marga þekkta Repúblikana í Flórída og í Hvíta húsinu. Nú kemur hún til starfa í Hvíta húsinu á nýjan leik og verður fyrsta konan til að gegna þessu valdamikla embætti en þetta er eitt mikilvægasta embættið í Washington sem fólk er ekki kosið í, heldur valið í.

Sky News segir að í sigurræðu sinni í síðustu viku hafi Trump lýst henni sem „ísmær“ og hann hefur þakkað henni fyrir „bestu“ kosningabaráttu sína.

Faðir hennar var Pat Summerall, þekktur leikmaður í NFL deildinni. Hann lést 2013. Í endurminningum sínum skrifaði hann að Susie hafi hjálpað honum að ná tökum á áfengissýki sinni og hafi komið honum í afvötnun.

Fyrsta starf Susie í stjórnmálum var á áttunda áratugnum þegar hún var aðstoðarkona Jack Kemp, sem var þingmaður Repúblikana fyrir New York. Hann lék ruðning með föður hennar í liði the New York Giants.

Susie starfaði í kosningateymi Ronald Reagan og í Hvíta húsinu á valdatíma hans. Hún starfaði síðar í kosningateymi Dan Quayle, varaforsetaefnis George H W Bush.

Síðan flutti hún til Flórída og starfaði sem ráðgjafi tveggja borgarstjóra í Jacksonville.

Hún starfaði einnig sem lobbýisti fyrir Ballard Partners, sem er með viðskiptavini á borð við Amazon, Google og MLB. Síðan starfaði hún fyrir Mercury sem er meðal annars með SpaceX, geimferðafyrirtæki Elon Musk, og sendiráð Katar sem viðskiptavini.

Á síðustu árum hefur hún starfað fyrir marga þekkta Repúblikana. Þar á þegar meðal Rick Scott sem hún aðstoðaði við að ná kjöri sem ríkisstjóri Flóría 2010. Hún starfaði í kosningateymi Trump 2016 og hún starfaði fyrir Ron DeSantis þegar hann var kjörinn ríkisstjóri Flórída 2018. Hún starfaði einnig fyrir kosningateymi Trump 2020 en þá tapaði hann fyrir Joe Biden.

Þegar Trump tilkynnti að hún verði starfsmannastjóri hans, sagði hann meðal annars að hún „sé fullkomin“ í starfið og hafi „frábæra hæfileika í að stjórna fjölda mikilvægra verkefna samtímis“.

Hún hefur alltaf haldið sig utan kastljóss fjölmiðla og hefur mjög sjaldan rætt við fréttamenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“