fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Eyjan

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Eyjan
Sunnudaginn 10. nóvember 2024 11:30

Björn Leví og Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland segist vera kosin til að vera þingmaður fyrir Ísland en ekki allan heiminn og það verði fyrst að leysa vandamál Íslendinga áður en farið verði í að leysa vandamál þeirra sem sækja hér um hæli. Björn Leví segir mannréttindi snúast um að mismuna ekki fólki og hópum og mikilvægt sé að leysa vanda allra sem hér á landi séu, hver sem uppruni þeirra sé. Inga og Björn eru gestir í sjónvarpsþætti Eyjunnar um komandi þingkosningar.

Inga Sæland segir sinn flokk vilja stranga gæslu á landamærunum til að takmarka aðstreymi fólks hingað til lands, ólíkt Pírötum sem hún segir ekki vilja nein landamæri.

Hún segir það alls ekki ganga að vera með börn sem tala ýmis tungumál öll í einni og sömu kennslustofunni og ætlast til þess að kennarar geti kennt öllum hópnum. Hún vill að í skólunum séu kennslustofur fyrir hvern málhóp til að hvert barn fái kennslu við hæfi. Hún segir okkur hafa algerlega vanrækt skyldur okkar gagnvart innflytjendum sem við höfum tekið á móti hér á landi.

Horfa má á þáttinn í heild hér:

HB_EYJ_202_NET.mp4
play-sharp-fill

HB_EYJ_202_NET.mp4

Björn Leví tekur undir það hjá Ingu að vanræksla hafi klárlega átt sér stað í þessum málaflokki. Hann segir það hins vegar ósatt hjá Ingu að Píratar vilji galopna landamærin fyrir öllum þeim sem hingað vilja koma. Hann segir þingmenn Flokks fólksins ítrekað fara með rangt mál um þetta gegn betri vitund.

Inga spyr hann hvert viðmiðið sé, hverjum eigi að hleypa inn.

Við miðum við flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna,“ segir Björn.

Þá erum við sammála,“ segir Inga.

Þegar það kemur einhver sem uppfyllir skilyrðin um að vera flóttamaður raunverulega þá tökum við að sjálfsögðu á móti honum, ekki satt?“ segir Björn.

Að sjálfsögðu,“ segir Inga.

Aðspurð hvort enginn ágreiningur sé þá milli flokkanna í þessum málaflokki, segir Inga að hún sé viss um að Björn vilji örugglega ekki lokaðar búðir til að geyma umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Björn segir leiðina sem farin sé til að sannreyna hvort einhver sé raunverulega flóttamaður vera flókna. Mikla og góða vinnu þurfi að setja í það ferli en það hafi ekki verið gert hér á landi.

Þáttastjórnandi bendir á að komið hafi fram þau sjónarmið að ekki eigi að taka við fólki sem komi hingað til lands og óski eftir alþjóðlegri vernd heldur eigi fólk að gera það í sínu nærumhverfi.

Inga segist algerlega sammála þessu, skilyrðislaust eigi að framfylgja þessu.

Björn segir málið alls ekki einfalt. Hann segir t.d. að ástandið í Grikklandi og á Ítalíu sé svakalegt. „Allar fréttir um það t.d. frá stjórnarliðum um að þetta sé bara æðislegt fyrirkomulag, þær eru bara ekki réttar.“

Þannig að fólkið sem fór þangað og skoðaði þetta, það er þá bara að skrökva?“ skýtur Inga inn í.

Já, algerlega. Það fær bara glansmyndina. Það er mjög algengt að þegar það koma opinberir erindrekar, að þeir fái bara glansmyndina, þeir fái ekki að fara inn í hverfin þar sem fátæka fólkið er. Flóttafólk sem kemur til Grikklands, til Ítalíu, getur alveg lent í því að verða flóttafólk þar, lenda t.d. í vændi. Það hafa verið dæmi um það að fólk sem hefur komið til Ítalíu er í rauninni sett í vændi og er þannig orðið í raun flóttafólk frá Ítalíu þegar allt kemur til alls, með upprunann kannski einhvers staðar annars staðar. Þess vegna verðum við að taka tillit til þessara aðstæðna. Það er innan flóttamannasamningsins að við þurfum að taka tillit til þessara aðstæðna.

Hvað varðar lokuðu búsetuúrræðin segir Björn að í öðrum löndum, t.d. Danmörku og Hollandi, hafi þau þekkst lengi og dæmi séu um kynslóðir flóttamanna sem þekki ekki annað, fæðist þar og alist þar upp, í rauninni í fangelsi,

Inga segir þessa nálgun vera galna. Lokuðu búsetu úrræðin séu einungis ætluð til skemmri tíma. Vissulega þurfi að stytta umsagnarferlið en það ætti að vera hægt, sérstaklega núna þegar umsækjendum hafi fækkað sem raun ber vitni.

Björn segir að þegar umsækjendum frá Venesúela og Úkraínu sleppi séu umsækjendur um 300 á ári.

Það eru 400 manns á götunni í Reykjavík. Viltu bara bæta þeim við líka?“ segir Inga.

Björn segir að nálgast verði verkefnið sem heildarverkefni, ekki sé hægt að taka einn hóp út úr og ætla að laga hann áður en farið sé í næsta.

Þessu er Inga ekki sammála. Hún segir að fyrst verði að greiða úr vanda þeirra sem ekki eigi þak yfir höfuðið á Íslandi áður en farið sé í að hleypa inn nýju fólki.

Það eru ekki mannréttindi,“ segir Björn. „Að segja að þessi hafi meiri réttindi en hinn, þannig virka mannréttindi ekki.“

Ég er fyrst og fremst að hugsa um að verða stjórnmálamaður fyrir Ísland,· segir Inga. „Ég er ekki kjörin fyrir heiminn, það liggur algerlega fyrir, og við erum ekki kosin hér til að bjarga öllum heiminum.

Björn segir að þetta snúist um fólk sem er á Íslandi.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna
Hide picture