fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin

Eyjan
Laugardaginn 2. nóvember 2024 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danir voru á liðnum öldum ákaflega þreyttir á nýlendunni sinni norður í höfum. Þjóðin var óþreytandi að skrifa alls konar kvörtunarbréf til konungs. Danskir embættismenn skildu heldur ekki allan þann fjölda meiðyrðamála sem rekin voru í íslenska dómskerfinu. Íslenskir höfðingjar dvöldust langdvölum í Kaupmannahöfn í málarekstri út af tapaðri æru. Íslendingar hafa því alltaf verið þrasgjarnir og móðgunargjarnir og þeir eiginleikar hafa blómstrað á tímum netmiðla. Ekki verður þverfótað fyrir móðguðu fólki sem gjarnan móðgast fyrir hönd annarra. Allt er túlkað á versta veg og fólk skrifar langhunda á facebook um margvísleg ágreiningsmál. Þegar formaður Samfylkingar lítilsvirti Dag fyrrum borgarstjóra móðguðust netverjar mun meira en hann sjálfur.

Nýr borgarstjóri Framsóknarflokksins kom inn í pólitíkina með látum og tókst að móðga fjölmarga. Hann talaði óvarlega um kennara og vinnutíma þeirra og tíð veikindi og fékk alla stéttina upp á móti sér. Sárveikir kennarar í kulnunarástandi risu úr rekkju og gengu fylktu liði niður í ráðhús til að mótmæla. Þeir sögðust vilja vera sem mest með börnunum í kennslustundum en þeir þyrftu bara mun lengri tíma í einrúmi til að undirbúa kennsluna og biðjast fyrir. Íbúar í Grafarvogi eru borgarstjóra reiðir vegna þess að hann vill þétta byggðina þar eins og í öðrum bæjarhlutum. Borgarstjóri má hafa sig allan við að biðjast fyrirgefningar á ummælum sínum.

Móðgaða þjóðin lætur ekkert tækifæri fram hjá sér fara til að fara í fýlu og ásaka náungann um tillitsleysi, valdhroka og skort á samráði og gagnsæi. Einar borgarstjóri verður að átta sig á því að innst inni í íslenskri þjóðarsál blundar kúgaður og fýlugjarn alþýðumaður sem á harma að hefna á yfirvöldum. Hann er alltaf móðgaður og því breytir ekkert. Það er affarasælast að leiða þetta sármóðgaða fólk hjá sér og reyna ekki að biðjast afsökunar enda hefur það ekkert að segja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Megas áttræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Megas áttræður
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
EyjanFastir pennar
27.03.2025

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna
EyjanFastir pennar
26.03.2025

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?