fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Eyjan

Þetta er skemmtilegasti stjórnmálamaður Íslands að mati lesenda DV

Eyjan
Þriðjudaginn 22. október 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina stóð DV fyrir könnun um hvern lesendur telja vera skemmtilegasta stjórnmálamann Íslands. Um 20 valkostir voru í boði og þar var um ræða leiðtoga stjórnmálaflokkanna á Alþingi, þingmenn, ráðherra, sveitarstjórnarfulltrúa auk einstaklinga sem hafa áður starfað í stjórnmálum en hyggja á, eða eru taldir líklegir til þess, að fara í framboð í Alþingiskosningunum 30. nóvember næstkomandi. Leitast var við að velja, að undanskildum leiðtogum flokkanna, stjórnmálamenn sem hafa fengið orð á sig fyrir að vera skemmtilegir. Alls voru 5.288 manns sem tóku þátt. Könnuninni er nú lokið og niðurstaðan liggur fyrir.

Brynjar Níelsson er að mati þátttakenda skemmtilegasti stjórnmálamaður landsins. Hann fékk alls 1.705 atkvæði, 32,2 prósent. Brynjar er eins og margir ættu að vita fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann var varaþingmaður fyrir flokkinn á þessu kjörtímabili sem senn er á enda en sagði af sér varaþingmennskunni þar sem til stóð að tilnefna hann í stjórn nýrrar Mannréttindastofnunar. Brynjar var aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í hans dómsmálaráðherratíð og eftir það um tíma starfsamður í fjármálaráðuneytinu. Hann hefur verið sterklega orðaður við framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn að nýju í komandi kosningum. Brynjar fer ekki í grafgötur með hægri sinnaðar skoðanir sínar og þykir mörgum hann hnyttinn og orðheppinn en vinstri sinnað fólk er síður hrifið af honum. Sérstakra vinsælda njóta reglulegir pistlar Brynjars á Facebook.

Léttari en áður

Næstur á eftir Brynjari var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins með 1.128 atkvæði, 21,3 prósent. Sigmundur var þar með efstur allra flokksleiðtoga. Miðflokkurinn hefur flogið hátt í skoðanakönnunum að undanförnu og léttara virðist vera yfir Sigmundi en oftast áður á hans stjórnmálaferli. Hann var til að mynda eini flokksleiðtoginn sem gerði að gamni sínu við fréttamenn þegar leiðtogar flokkanna fóru hver á eftir öðrum til fundar við forseta Íslands í aðdraganda þingrofsins fyrr í mánuðinum. Sigmundur hefur sést hlæja og brosa meira í viðtölum en áður og mörgum þykir hann hafa náð góðum tökum á því að beita beittu háði gegn ríkisstjórninni á þessu kjörtímabili. En eins og í tilfelli Brynjars er hann ekki allra.

Í þriðja sæti varð síðan eini maðurinn á listanum sem hefur beinlínis haft það að atvinnu að vera skemmtilegur, Jón Gnarr. Hann fékk 659 atkvæði, 12.5 prósent. Jón á sér stóran aðdáendahóp og þótti óhefðbundinn stjórnmálamaður þegar hann var borgarstjóri í Reykjavík á árunum 2010-2014. Jón bauð sig fram í forsetakosningunum í sumar eins og flestir ættu að vita og hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér til að vera á framboðslista Viðreisnar í alþingiskosningunum eftir 5 vikur. Hann er þó eins og Brynjar og Sigmundur ekki allra.

Næst efst meðal flokksleiðtoganna var Inga Sæland formaður Flokks fólksins með 630 atkvæði, 11,9 prósent. Inga talar yfirleitt tæpitungulaust og mörgum þykja slíkir stjórnmálamenn vera skemmtilegir.

Sá flokksleiðtogi sem fékk fæst atkvæði var Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var næst á undan henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna