fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Blóðbað í Sjálfstæðisflokknum – níu af sautján þingmönnum fallnir eða í fallhættu

Eyjan
Mánudaginn 21. október 2024 16:30

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trúlega hafa aldrei orðið önnur eins umskipti á þingflokki Sjálfstæðisflokksins eins og núna. Þingflokkurinn hefur talið sautján fulltrúa en níu þeirra eru annað hvort fallnir út eða í bráðri fallhættu. Einungis átta af núverandi þingmönnum hafa vissu fyrir því að eiga afturkvæmt til setu á Alþingi eftir kosningarnar í lok næsta mánaðar.

Orðið á götunni er að unnt sé að tala um hreinsanir. Trúnaðarmenn flokksins í ýmsum kjördæmum hafi hreinlega tekið í taumana, horfst í augu við slaka frammistöðu þingmanna og ákveðið að skipta þeim út. Óli Björn Kárason, þingmaður flokksins í Kraganum, valdi sjálfur að hætta enda sá hann sæng sína upp reidda. Félagi hans í kjördæminu, Jón Gunnarsson, var felldur á fundi kjördæmaráðsins og lét þá staðar numið og gekk af fundi. Í Suðurkjördæmi voru Ásmundur Friðriksson og Birgir Þórarinsson hreinlega felldir rétt eins og Teitur Björn Einarsson í Norðvesturkjördæmi. Í Norðausturkjördæmi valdi flokkurinn að fella út af lista sínum yngsta þingmanninn, Berglindi Ósk Guðmundsdóttur, 31 árs lögfræðing, sem kom inn á þing fyrir þremur árum.

Til viðbótar við framangreinda sex fráfarandi þingmenn virðast aðrir þrír þingmenn flokksins vera í fallhættu miðað við stöðu skoðanakannana núna, en tvær slíkar voru birtar um helgina. Þær gera ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái tíu þingmenn kjörna sem ættu að skiptast þannig að þrír yrðu í Suðvesturkjördæmi, tveir í hvoru Reykjavíkurkjördæmanna og einn í hverju landsbyggðarkjördæmanna. Yrði það raunin gæti Birgir Ármannsson fallið í Reykjavík, Njáll Friðbertsson í Norðausturkjördæmi og Vilhjálmur Árnason í Suðurkjördæmi.

Orðið á götunni er að Jón Gunnarsson og Ásmundur Friðriksson muni ekki liggja lengi óvígir heldur standi þeim til boða að berjast á ný fyrir þingsætum en nú undir merkjum Miðflokksisns, sem þegar hefur fengið liðsauka frá Sigríði Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Verði af því er ljóst að enn fleiri núverandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins kynnu að vera í fallhættu í komandi kosningum.

Orðið á götunni er að með því að hálfur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins, eða rúmlega það, falli eða geti fallið í komandi kosningum sé vart annað hægt en að tala um hreint blóðbað. Annað eins hefur ekki gerst áður í sögu flokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fara fram á gjaldþrot
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar