fbpx
Laugardagur 09.nóvember 2024
Eyjan

Þórhildur Sunna: Er sjálf mikill Evrópusinni – Píratar vilja að þjóðin fái að ráða

Eyjan
Þriðjudaginn 15. október 2024 14:30

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Komin er á sátt innan framkvæmdastjórnar Pírata eftir deilur sem spruttu í kjölfar aðalfundar flokksins. Píratar vilja að þjóðin fái að ákveða hvort aðildarviðræður við ESB verði teknar upp að nýju. Flokkurinn hefur hins vegar ekki tekið skýra afstöðu gagnvart aðild að ESB og telur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, rétt að opna umræðuna um þetta mál og hvort Píratar sem flokkur eigi að taka skýrari afstöðu gagnvart ESB aðild. Sjálf er hún mikill Evrópusinni. Þórhildur Sunna er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

„Stefna Pírata gagnvart Evrópusambandsaðild er í raun frekar einföld og snýr að því að við erum fylgjandi því að staðið verði við loforðinni sem þjóðinni var gefið um að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort að taka beri upp að nýju aðildarviðræður við Evrópusambandið,“ segir Þórhildur Sunna.

Þær eru enn í gangi en liggja niðri.

Hún segir minnisblað Gunnars Braga Sveinssonar, þáverandi utanríkisráðherra, ekki hafa afturkallað umsókn Íslands. „Ég er persónulega mikill Evrópusinni og lít svo á að okkar hagsmunum sé best borgið í þessu samstarfi, ég tel að við getum haft miklu meiri áhrif, ég held að þetta verð bæði neytendum, heimilum og líka lýðræðinu til góða á Íslandi, þannig að ég er mikill Evrópusinni sjálf og tel tímabært að við tökum þetta upp að nýju innan okkar raða og ræðum hvort við viljum ekki taka skýrari afstöðu. Ég held að hún muni alltaf fela í sér, verandi eins lýðræðissinnaður flokkur og við erum, að það þyrfti að fara í þessa þjóðaratkvæðagreiðslu, það þyrfti að eiga sér stað opin og upplýst umræða um kosti og galla þess að fara aftur af stað með þetta og það þyrfti að virða niðurstöður þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu.“

Endurspegla þínar skoðanir ráðandi viðhorf hjá Pírötum?

„Ég treysti mér ekki til að lýsa því yfir. Ég veit að það eru margir Píratar fylgjandi því að við göngum í Evrópusambandið og ég tel að það séu ýmsir sem séu því andsnúnir líka en ég veitt ekki hversu hörð sú afstaða er.“

En þetta snýst um að þjóðin fái að velja þetta?

„Núgildandi stefna er einfaldlega þessi – að þjóðin á að fá að taka þessa ákvörðun og ég er alveg 100 prósent á bak við það, en mér finnst að við megum opna á umræðuna innan okkar raða hvort við getum ekki verið meira afgerandi um það hvað okkur sjálfum finnst.“

Er þetta eitthvað sem Píratar myndu leggja áherslu á í stjórnarmyndunarviðræðum?

„Ég get ekki sagt það að svo komnu máli, ég held að við myndum alltaf standa með þeim sem myndu vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta.“ Lengra vill hún ekki ganga og segir að ræða þurfi í flokknum hvort gera eigi þetta að áherslumáli.

Við höfum farið yfir sviðið og m.a. rætt vandræðagang í Sjálfstæðisflokknum. Ekki hefur alveg verið laust við vandræðagang meðal Pírata að undanförnu.

Aðspurð segir Þórhildur Sunna telja að staðan innan Pírata sé orðin nokkuð góð núna eftir smá vandræðagang. „Það var ákveðinn titringur í kjölfar aðalfundar og síðan þá hefur verið bara mjög virkt og lifandi samtal innan flokksins. Nú er komin ákveðin sátt innan framkvæmdastjórnar og ég skynja bara stemninguna fyrir því að halda áfram veginn, mikla stemningu fyrir því að vinna að kosningastefnuskrá fyrir veturinn og svo er auðvitað spurning hvað við höfum mikinn tíma til að sinna því, hvenær verður kosið,“ segir hún og brosir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Framboð Harris hvetur stuðningsmenn til að halda ró sinni – „Okkur líður ágætlega með það sem við sjáum“

Framboð Harris hvetur stuðningsmenn til að halda ró sinni – „Okkur líður ágætlega með það sem við sjáum“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Niðurstaðan ljós í 37 ríkjum – Trump hafði betur í 24

Niðurstaðan ljós í 37 ríkjum – Trump hafði betur í 24
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Verða fjórir flokkar efstir með svipað fylgi í kosningunum?

Orðið á götunni: Verða fjórir flokkar efstir með svipað fylgi í kosningunum?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir Kamala Harris hafa bjargað sér frá áralangri misnotkun – Æskuvinkonan sem hafði áhrif á starfsferil forsetaframbjóðandans

Segir Kamala Harris hafa bjargað sér frá áralangri misnotkun – Æskuvinkonan sem hafði áhrif á starfsferil forsetaframbjóðandans