fbpx
Laugardagur 09.nóvember 2024
Eyjan

Þórhildur Sunna: Sjálfstæðisflokkurinn þarf frí í tvö kjörtímabil

Eyjan
Sunnudaginn 13. október 2024 13:30

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki dugar eitt kjörtímabil til að koma á nauðsynlegum og raunverulegum breytingum í íslensku samfélagi. Frjálslyndir, framsýnir og framsæknir flokkar þurfa að taka höndum saman um að hrinda í framkvæmd breytingum og mikilvægt er að Sjálfstæðisflokkurinn fái frí frá landstjórninni í tvö kjörtímabil vegna þess að flokkurinn ber ekki lengur virðingu fyrir þeim völdum sem felast í stjórn landsins og forystumenn flokksins telja sig réttborna til að fara með stjórn landsins sama á hverju gengur. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

„Ég lít svo á að það sé þjóðþrifaverk að tryggja það að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki við völd næstu tvö kjörtímabil,“ segir Þórhildur Sunna.

Er það líklegt, ef við orðum það svo, að það takist að halda Sjálfstæðisflokknum frá ríkisstjórn í tvö kjörtímabil?

„Mín sýn er sú að ef að frjálslynd og framsækin öfl eins og Píratar, og ég nefni í þessu samhengi líka Samfylkinguna og Viðreisn, taka saman höndum og taka ákvörðun um að vinna saman með skýr markmið lengra fram í tímann en eitt kjörtímabil, að þá sé það hægt, já. Og það er mitt markmið.“

Hún segir þetta ekki snúa beint að Sjálfstæðisflokknum sem slíkum heldur snúi þetta að því að tryggja að lýðræðið í landinu sé virkt. „Það þarf aðeins að gefa þeim frí vegna þess að þeir eru búnir að sitja það lengi við völd að þeir bera ekki lengur virðingu fyrir völdunum sem þeir hafa. Þeir álíta sig svolítið réttborna til valda og það er ekki jákvætt gagnvart neinu lýðræðisríki að hafa þannig flokk við völd of lengi vegna þess að þú þarft að öðlast aftur virðingu fyrir því hlutverki sem þú hefur. Mér finnst þeir ganga full frjálslega um það vald og þá ábyrgð sem því fylgir að stjórna landi – að fyrst að þeir eru alltaf búnir að gera það þá eigi þeir að halda áfram að gera það og það skipti í raun engu máli hvað hafi gerst.“

Þórhildur Sunna segist líta svo á að ef samkomulag náist um það milli frjálslyndra, framsýnna og framsækinna flokka að mynda ríkisstjórn og koma á mikilvægum breytingum í íslensku samfélagi þá eigi að leitast eftir fremsta megni við að koma með leiðarvísi, ekki bara til næstu fjögurra ára í formi stjórnarsáttmála heldur leggja fyrir kjósendur lengra plan. „Segja, við áttum okkur á því að okkar kjörtímabil er fjögur ár, en fáum við til þess umboð að halda áfram þá er þetta hérna átta ára planið okkar. Þannig að hér eru fyrstu fjögur árin og ef að það tekst vel til og þið veljið okkur aftur þá mun þetta taka við næstu fjögur árin.“

Hún segir að slíkar áætlanir verði að sjálfsögðu að uppfæra eftir því sem aðstæður breytist en mikilvægt sé að gefa fólki mynd af því hvernig þetta geti verið. „Eins og ég kom inn á hér áðan þá er auðvitað erfitt að átta sig á hvað breytingar muni hafa í för með sér og það er erfitt að sætta sig við óvissu og vita ekki nákvæmlega hvað er að fara að taka við, og ég held að það sé hægt að velja aðra leið ef við erum nógu skýr og gagnsæ og opin með hvað stendur til ef við fáum til þess umboð að starfa í þann tíma sem þarf til að fara í raunverulegar breytingar. Það er ekki nóg eitt kjörtímabil. Það þarf að lágmarki tvö.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Nýr leiðtogi breskra íhaldsmanna er kölluð „Frú ekkert kjaftæði“

Nýr leiðtogi breskra íhaldsmanna er kölluð „Frú ekkert kjaftæði“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa Trump sigurvegara kosninganna

Lýsa Trump sigurvegara kosninganna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórðargleði hjá Degi sem sendir Sjálfstæðismönnum tóninn – „Sniðugt“

Þórðargleði hjá Degi sem sendir Sjálfstæðismönnum tóninn – „Sniðugt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni – Tengdadóttirin send til Reykjavíkur í kjördæmarúllettu Framsóknarflokksins

Orðið á götunni – Tengdadóttirin send til Reykjavíkur í kjördæmarúllettu Framsóknarflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir Sósíalista skilda útundan á fundi þar sem auðvaldið ætli að leggja flokkum línurnar – „Ísland er að breytast í verbúð í eigu örfárra auðugra ætta“

Segir Sósíalista skilda útundan á fundi þar sem auðvaldið ætli að leggja flokkum línurnar – „Ísland er að breytast í verbúð í eigu örfárra auðugra ætta“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásmundur Einar: Meiri skilningur á fjárfestingarþörf í fólki hjá núverandi fjármálaráðherra en þeim fyrrverandi

Ásmundur Einar: Meiri skilningur á fjárfestingarþörf í fólki hjá núverandi fjármálaráðherra en þeim fyrrverandi