fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Hin „óopinbera regla í bandarískum stjórnmálum“ gæti bundið enda á framboð Nikki Haley

Eyjan
Föstudaginn 26. janúar 2024 07:30

Nikki Haley. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki margir valkostir í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Nú eru aðeins Donald Trump og Nikki Haley eftir. Á þriðjudaginn beið Haley lægri hlut fyrir Trump í forvalinu í New Hampshire en það er engan bilbug að finna á henni og segist hún ætla að halda framboði sínu til streitu.

Talið var að möguleikar hennar á að sigra Trump í forvali væru mestir í New Hampshire en það fór svo að Trump sigraði en munurinn á milli þeirra var minni en spáð hafði verið. Haley fékk einfaldlega hærra hlutfall atkvæða en skoðanakannanir bentu til.

Þegar hún ávarpaði stuðningsfólk sitt, eftir að niðurstaðan var ljós, sagði hún að baráttunni væri langt frá því lokið.

Það er auðvitað rétt hjá henni að ekki er útilokað að hún geti sigrað Trump en mat stjórnmálaskýrenda er að hún hafi að hámarki eitt tækifæri til að halda í vonina um að geta sigrað Trump. Hún verður einfaldlega að sigra í forvalinu í heimaríki sínu, Suður-Karólínu, eftir einn mánuð.

Það er ein af hinum óopinberu reglum í bandarískum stjórnmálum að ef frambjóðandi tapar í heimaríki sínu, þá sé það skýrt merki frá kjósendum um að baráttan sé töpuð. Það er því um líf eða dauða að tefla fyrir framboð Haley þegar kosið verður í Suður-Karólínu.

Áður en kosið verður þar velja Repúblikanar í Nevada og Bandarísku Jómfrúaeyjum forsetaframbjóðanda sinn en sjónir flestra beinast nú þegar að Suður-Karólínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum