fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Eyjan

Þórólfur Matthíasson: Undirliggjandi þrýstingur í fjárlagafrumvarpinu – alveg eins og í Svartsengi

Eyjan
Laugardaginn 14. september 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar er að hluta til talnaleikur sem ekki er gott að átta sig alveg á í fljótu bragði. Þetta segir manni að líklegt sé að í frumvarpinu sé undirliggjandi þrýstingur, rétt eins og í Svartsengi, og að útgjaldatalan muni lyftast áður en frumvarpið verður að lögum. Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor emeritus, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Hér má hlusta á brot úr þættinum:

Markaðurinn - Þórólfur Matthíasson - klippa 2.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Þórólfur Matthíasson - klippa 2.mp4

„Hluti af þessu bætta umhverfi í kringum fjárlagagerðina og fjárhagsáætlanir hins opinbera er að sett var á fót fjármálaráð og þeir gefa umsagnir um fjármálaáætlanir og fjármálastefnuna. Þeir voru með margþáttaðar athugasemdir í vor, eins og svona ráð verða að vera með. Sumt var ekkert rosalega stórvægilegt, eins og að þeir gagnrýndu mjög að það var ekki staðið við dagsetninguna, 1. apríl, en það átti sína skýringu vegna kjarasamninganna, og einhvers konar vandræðagangur innan ríkisstjórnarinnar,“ segir Þórólfur.

Hann segir hins vegar að fjármálaráð hafi líka gagnrýnt sparnaðaráform, sem ekki væri búið að útfæra. „Við vitum nú að þegar menn segja þetta þá enda menn annað hvort í flötum niðurskurði sem svo sem gerir ekki neitt, það vill verða erfitt þegar að framkvæmdinni kemur að standa að slíku. Núna er sagt í frumvarpinu að það sé búið að útfæra sumar af þessum lækkunum og aðhaldi en svo þegar maður fór að kíkja á það þá er sumt sumt af því bara frestanir, t.d. á fjárfestingarútgjöldum. Það er búið að taka ákvörðun um að leggja þennan veg eða byggja húsnæði undir almannavarnarbatteríið – það er búið að fresta því nokkrum sinnum – það er ekki raunverulegur samdráttur, það er bara verið að geyma það til seinni tíma – það er búið að taka ákvörðunina um þessa ráðstöfun.“

Þórólfur segir líka að finna liði í fjárlagafrumvarpinu sem séu allloðnir. Greinilega séu einhverjar talnaæfingar á ferð, sem ekki sé alveg hægt að átta sig á í fljótu bragði. „En það er bara leikur að tölum. Hluti af þessu er leikur að tölum sem segir manni þá það að það er líklegt að það sé svona undirliggjandi þrýstingur, eins og í Svartsengi, að útgjaldatalan muni heldur lyftast.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Gott ár Kristrúnar – styrkir stöðu sína svo um munar um áramót

Orðið á götunni: Gott ár Kristrúnar – styrkir stöðu sína svo um munar um áramót
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Eigum ekki að fara í ESB bara á efnahagslegum forsendum

Vilhjálmur Egilsson: Eigum ekki að fara í ESB bara á efnahagslegum forsendum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt
Hide picture