fbpx
Sunnudagur 16.júní 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Spurningarnar sem ekki komu

Eyjan
Fimmtudaginn 23. maí 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkissjónvarpið birtir þessa dagana viðtöl við forsetaframbjóðendur í Forystusætinu. Orðið á götunni er að þættirnir séu nokkuð misjafnir að gæðum, og þá ekki aðeins frammistaða frambjóðendanna heldur einnig frammistaða spyrla. Þannig vakti athygli í síðustu viku er einn reyndasti fréttamaður stofnunarinnar, sem einatt er fágaður og kurteis í framkomu, var sem andsetinn, gat vart falið lítilsvirðingu sína á frambjóðandanum, sem talinn er helst geta veitt fyrrverandi forsætisráðherra keppni um forsetaembættið, og leyfði honum sjaldan að ljúka máli sínu. Þótti frambjóðandinn taka ákefð spyrilsins af stakri stillingu.

Í þessari viku ræddi annar reyndur fréttamaður, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, við fyrrverandi forsætisráðherra og þótti komast vel frá því. Orðið á götunni er að eitthvað virðist Ríkissjónvarpið hafa lært á þeirri viku sem leið milli þessara viðtala. Spyrillinn var ákveðinn og sýndi eftirfylgni en gætti þess þó að sýna viðmælanda sínum virðingu og gefa honum færi á að ljúka svörum sínum.

Orðið á götunni er að einna helst megi gagnrýna Sigríði Hagalín fyrir spurningarnar sem hún sleppti því að beina til viðmælanda síns. Í umræðuþætti á Ríkissjónvarpinu í upphafi kosningabaráttunnar voru frambjóðendur spurðir um fyrirhugaðan kostnað og sagði þá fyrrverandi forsætisráðherra að kostnaður framboðsins myndi hlaupa á einhverjum milljónum. Á daginn hefur komið að fyrrverandi forsætisráðherra rekur dýrustu kosningabaráttuna og ljóst að kostnaður sé þegar kominn í nokkra tugi milljóna. Talað er um að sægreifar kosti framboðið. Orðið á götunni er að Sigríður Hagalín hefði vel mátt inna Katrínu Jakobsdóttur eftir því hvort hún vilji tjá sig nú um kostnaðinn við framboðið og fjármögnun þess.

Þá hefur verið rifjað upp að fyrrverandi forsætisráðherra er í hópi þeirra sem lögðu kapp á að draga Geir Haarde fyrir Landsdóm og koma honum í fangelsi. Orðið á götunni er að margir gamlir sjálfstæðismenn sakni þess að Sigríður Hagalín skyldi ekki nota tækifærið og spyrja Katrínu Jakobsdóttur hvort hún iðrist síns þáttar í að reyna að koma Geir Haarde í fangelsi.

Að þessu slepptu er orðið á götunni að Sigríður Hagalín hafi komist vel frá viðtali sínu við fyrrverandi forsætisráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar furðar sig á þessu þegar hann kveikir á sjónvarpinu – „Það þurfa allir að fara að lögum og reglum, líka þeir sem eru stíflaðir úr frekju“

Brynjar furðar sig á þessu þegar hann kveikir á sjónvarpinu – „Það þurfa allir að fara að lögum og reglum, líka þeir sem eru stíflaðir úr frekju“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Eftir kosningar

Óttar Guðmundsson skrifar: Eftir kosningar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Hroki og hræsni utanríkisráðherra og ríkisstjórnar gagnvart nýkjörnum forseta og Úkraínu

Þorbjörg Sigríður: Hroki og hræsni utanríkisráðherra og ríkisstjórnar gagnvart nýkjörnum forseta og Úkraínu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Spurning um pólitísk eftirmál

Þorsteinn Pálsson skrifar: Spurning um pólitísk eftirmál