fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Eyjan

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 29. apríl 2024 15:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsferðir, Úrval Útsýn, Plúsferðir og Sumarferðir hafa gengið frá samningi við Neos flugfélagið, sem mun sinna leiguflugi fyrir ferðaskrifstofurnar til allra áfangastaða í sumar og fram á næsta ár. Ný og glæsileg flugvél með WI-FI-tengingu mun verða notuð í flugi ferðaskrifstofanna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heimsferðum. Segir einnig að væntanlegur flugtímar verði fjölskylduvænri, brottfarir frá Keflavík kl. 9 á morgni og lent í dagsbirtu á áfangastað. „Heimflugin eru sömuleiðis miðuð að því að gera heimferðina þægilega fyrir fjölskyldur,“ segir einnig í tilkynningunni og ennfremur þetta:

„Flugin í vor og sumar verða til Alicante, Almeria, Krítar, Verona og Tenerife. Þá verður einnig flogið til Zagreb, Split og Portúgal. Í haust bætast við margir spennandi áfangastaðir eins og t.d. Sikiley og Lecce á Ítalíu, Budva í Svartfjallalandi, Punta Cana í Karabíska hafinu og Kanarí.

Einnig verða í boði ferðir frá Akureyri til Tenerife, Alicante og Calarbria á Ítalíu. Auk þess er í boðð borgarferð frá Egilsstöðum til Verona.

Á sama tíma var gerður samningur um sölu á 2.000 sætum til ítalskra ferðaskrifstofa og mun þetta opna möguleika á aukningu ítalskra ferðamanna til Íslands, en Alpitours, stærsta ferðaskrifstofa Ítalíu, mun annast sölu sætanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Freyr ráðinn upplýsingafulltrúi Eflingar

Freyr ráðinn upplýsingafulltrúi Eflingar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Tengslanetið úr fræðasamfélaginu nýtist til að færa okkur þekkingu og skapa tækifæri

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Tengslanetið úr fræðasamfélaginu nýtist til að færa okkur þekkingu og skapa tækifæri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Ég lifði af!

Óttar Guðmundsson skrifar: Ég lifði af!
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nú þarf hægri hagstjórn og vinstri velferð

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nú þarf hægri hagstjórn og vinstri velferð