Þetta er niðurstaða könnunar sem Prósent gerði fyrir Morgunblaðið og blaðið skýrir frá í dag. Fram kemur að þrátt fyrir að munurinn á fylgi Baldurs og Katrínar sé 3,7 prósentustig, þá sé hann ekki tölfræðilega marktækur. Vikmörk beggja eru töluverð og því skarast mögulegar fylgistölur þeirra nokkuð.
Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, er í fjórða sæti með 10,6% fylgi en aðrir mælast með innan við 5% fylgi, þar af fimm með innan við 1%.
Hægt er að lesa nánar um könnunina í Morgunblaðinu í dag.