fbpx
Mánudagur 15.september 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Veröld sem var

Eyjan
Laugardaginn 6. apríl 2024 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórir hópar Íslendinga heimsækja Færeyjar á hverju sumri til að taka þátt í Ólafsvöku. Eyjarskeggjar klæðast þjóðbúningum og þyrpast út á götur og torg, læsa saman höndum og dansa færeyska dansa. Forsöngvari leiðir sönginn og dansinn en allir taka undir í viðlaginu. Þórshöfn er sérlega yndisleg borg þar sem gömlu húsin hafa verið varðveitt og gerð upp á smekklegan hátt.

Íslendingar öfunda gjarnan frændþjóðina af þessum menningarverðmætum sem dansinn og gömlu húsin eru. Einu sinni áttum við rímur sem voru söngljóð sem kveðin voru með sérstöku hljómfalli. Fólk sat í baðstofunum og hlustaði á heilu rímnabálkana kveðna af góðum kvæðamönnum og dillaði sér í eins konar setdansi. Gamla Reykjavík var ekki háreist eða glæsileg en húsin áttu sér sína sögu.

Á 19. öldinni lá Íslendingum á að verða nútímaþjóð. Rómantísku og menntuðu skáldin skáru upp herör gegn rímunum og gengu smám saman af þeim dauðum. Löng og merkileg söguljóð týndust endanlega í þessum hreingerningum í upphafi 20. aldar. Nú kann enginn að kveða rímur lengur.

Næst voru gömlu húsin í Reykjavík rifin og sálarlausir steypukassar byggðir upp í staðinn. Mörg þessara húsa voru flutt upp í Árbæ þar sem þau standa eins og óhamingjusöm og munaðarlaus börn í engu samhengi við umhverfi sitt. Íslensku glímunni var líka fleygt í glatkistuna vegna þess að búningur glímumanna væri svo hallærislegur. Svona fer það stundum þegar þjóð er að flýta sér að verða fullorðin. Hún týnir sjálfri sér á leiðinni. Töfraorð samtímans er hraðmenning þar sem mestu skiptir að fylgja nýjustu tískustraumum. „En er ekki lífið er allt of stutt til að vera í óhamingjusömu hjónabandi og eiga rafmagnsbíl,“ eins og Egill Skallagrímsson afi minn sagði í ævisögu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
EyjanFastir pennar
15.08.2025

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí