fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Gunnar Smári tekur gagnrýnanda til bæna – „Þú berð með þér að vera það sem í daglegu tali er kallað rakki“

Eyjan
Sunnudaginn 10. mars 2024 14:50

Gunnar Smári Egilsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, sósíalisti með meiru, er fyrirferðamikill á samfélagsmiðlum og úðar þar út gagnrýni á menn og málefni. Andstæðingar hans bauna þá yfirleitt á hann skotum varðandi fyrirtækjarekstur hans en fræg er aðkoma sósíalistaforingjans að fjölmiðlum í gegnum tíðina. Til að mynda aðkoma hans að Fréttablaðinu og útrás á dönskum markaði, þar sem flugferðir með einkaþotu Jóns Ásgeirs voru tíðar, sem og fall Fréttatímans þar sem starfsmenn miðilsins sátu eftir með sárt ennið.

Gunnar Smári deildi í gær fréttaskýringu um niðurlægingatímabil Boeing flugvélafyrirtækisins á Facebook-síðu Sósíalistaflokksins sem hann sagði til marks um hvernig hluthafar geti eyðilagt stöndug fyrirtæki með græðgi og almenningur sitji uppi með skaðann.

Sakaði Gunnar Smára um að vera hræsnara – fékk yfir sig snjóflóð

Einn netverji svaraði færslunni með því að spyrja Gunnar Smára þá út í eigin rekstrarsögu og sakaði hann um að vera hræsnara. Átti sá eflaust ekki von á því orðasnjóflóði sem skall á honum í kjölfarið.

„Ég hef byggt upp frábæra fjölmiðla og fyrirtæki: Pressuna, Fókus, Fréttablaðið o.fl. Hef staðið að mestu lesnu blöðum á Íslandi og Danmörku. Rak Stöð2 þegar áskrifendur urðu flestir á þessari öld og Bylgjuna og tengdar stöðvar þegar þær fóru yfir Ríkisútvarpið í tekjum. Tekið þátt í að búa til Samstöðina og margt annað úr litlu sem engu,“ skrifaði Gunnar Smári með hvössum tón.

Aðeins Fréttatíminn farið á hausinn

Sagðist hann aðeins einu sinni hafa unnið á fjölmiðli sem fór á hausinn, Fréttatímanum.

„Var þar ritstjóri, átti um 28% hlut og tapaði honum ásamt fé sem ég lánaði til félagsins svo það gæti borgað laun. Ég bjó til samkeppni við Moggann svo hann féll af drottnandi stalli sínum á íslenskum fjölmiðlamarkaði, varð sá aumingi sem hann er í dag, fyrirbrigði sem hefur fengið afskrifað tíu sinnum meira fé en tapaðist í gjaldþroti Fréttatímans,“ skrifaði Gunnar Smári og beindi því næst sjónum sínum að netverjanum sjálfum og tók hann til bæna.

„Hver ert þú? Sem þykist geta lagt dóm á hvernig á að reka fyrirtæki? Þú berð með þér að vera það sem í daglegu tali er kallað rakki, hlaupandi hér um geltandi á allt sem þú skilur ekki í von um að einhver húsbóndi hendi í þig beini,“ skrifaði sósíalistaforinginn.

Sögusmettur Valhallar beri lygar á torg

Sagði hann svo í öðru skeyti að netverjinn væri að bera á torg ósannindi sem andstæðingar hans hefðu komið af stað. „Þú ert einfaldlega að lepja upp æluna sem gengur upp úr Hannesi Hólmsteini, Birni Bjarna og öðrum sögusmettum Valhallar, sem hafa komist upp með það lengi, með aðstoð rakka á borð við þig, að grafa undan mannorði þúsunda manna og kvenna. Þú ættir að halda kjafti og skammast þín, alla vega í fimm, sex næstu ár. Af virðingu við það fólk sem þetta skítapakk hefur skaðað,“ skrifaði Gunnar Smári.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast