fbpx
Mánudagur 27.maí 2024
Eyjan

Sigmundur Davíð: Góð hugmynd Vilhjálms Birgissonar að fá rökræðu óháðra erlendra sérfræðinga um áhrif krónunnar hér á landi

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 1. janúar 2024 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er nokkuð bjartsýnn á komandi kjaraviðræður og hefur helst áhyggjur af því að ríkisstjórnin muni klúðra þeim með aðgerðum eða aðgerðaleysi. Hann er jákvæður gagnvart hugmynd Vilhjálms Birgissonar um að fengnir verði óháðir erlendir sérfræðingar til að gera úttekt á því hvernig krónan gangast okkur og hvort annar gjaldmiðill myndi þjóna okkur betur. Sigmundur Davíð er gestur Ólafs Arnarsonar í áramótaþætti hlaðvarps Eyjunnar.

Eyjan - Sigmundur Davíð - 6.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Sigmundur Davíð - 6.mp4

Vilhjálmur Birgisson, hann setti fram hugmyndir hér í haust um að það yrðu fengnir óháðir erlendir sérfræðingar til þess að leggja mat á áhrif gjaldmiðilsins, krónunnar, og hvort það væri hagstæðara fyrir okkur að taka upp annan gjaldmiðil. Hefur þú tekið afstöðu til þessarar hugmyndar Vilhjálms?

Það var nú mikið rætt, við vorum mikið að spá í þetta ég og nokkur hópur hóps þarna í kringum bankahrunið. Gott ef ég kynntist ekki Villa í tengslum við það allt saman. Ég sagði það nú þegar ég byrjaði í pólitík, og ætla að halda mig við það, að maður eigi alltaf að vera opinn fyrir nýjum hugmyndum, hvernig sem þær slá mann í fyrstu, maður eigi alla vega að setja sig inn í þær,“ segir Sigmundur Davíð.

Það vill nú svo til að núna á nýja árinu erum við, gamla gengið að einhverju leyti, að fara að hittast og rökræða þessi mál. Þar eru menn sem hafa miklar skoðanir og munu tala fyrir sínu máli, og ég mun hlusta og spyrja spurninga og kannski gera athugasemdir.“

Þannig að þú ert opinn fyrir þessari hugmynd að fá óháð mat erlendra sérfræðinga?

Ég sé ekkert að því að fá óháð mat en vandinn sem í því liggur er alltaf: færðu óháð mat?“

Ja, þú færð það ekki hér hjá íslenskum sérfræðingum vegna þess að þeir ganga ekki óbundnir til þessa verks.

Nei, það er alveg rétt. En, sama getur átt við um þá erlendu, að þeir komi inn í verkefnið með ákveðna skoðun. Það er kannski ástæðan fyrir því að þeir eru þekktir á sínu sviði, að þeir hafa tiltekna skoðun. En þá er kannski hægt að leysa það með því að fá menn með aðeins ólíka sýn og efna til rökræðu …“

Já, væri það ekki upplagt, í stað þess að fá kannski einn eða tvo að fá eitthvert teymi  virtra sérfræðinga til þess að koma og það er nú oft sagt að glöggt sé gestsins auga.

Já, alveg rétt. Ég held að það gæti verið ljómandi, ekki bara gagnlegt heldur skemmtilegt, að fylgjast með slíkri umræðu. Hann er nú að ríða á vaðið nýi forsetinn í Argentínu, Javier Milei. Hann ætlar að taka upp Bandaríkjadollar og leggja niður Seðlabankann. Það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr því.“

Það hefur nú almennt ekki gefist vel að vera í svona einhliða upptöku gjaldmiðils og yfirleitt nauðsynlegt að gera það í skjóli viðkomandi Seðlabanka.

Einmitt.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

En, ertu bjartsýnn á að það takist að gera hagstæða samninga fyrir þjóðarbúið?

Ja, bjartsýni mín á það hefur nú aðeins verið að aukast út frá tóninum sem maður heyrir héðan og þaðan úr verkalýðshreyfingunni. Spurningin er bara hvort ríkisstjórninni tekst að klúðra þessu annað hvort með aðgerðum eða aðgerðaleysi.“

Það er náttúrlega klárt mál að ríkisvaldið, eða hið opinbera, þarf að koma að og leggja sitt fram til að þetta náist.

Já, og þó flækir það aðeins stöðuna að ef verkalýðshreyfingin er til í þetta til þess að taka þátt í að ná hérna niður verðbólgunni og ná stöðugleika í efnahagslífinu þá þarf ríkisstjórnin að taka þátt í því, ekki síst með því að spara – hætta að kynda verðbólgubálið með ríkissjóði,“ segir Sigmundur Davíð, „en þær aðgerðir verða ekkert endilega allar vinsælar hjá verkalýðshreyfingunni þannig að hún er búin að koma sér í svolitla „Catch-22“ stöðu.“

Já, þetta er flókin staða og það var náttúrlega augljóst hér um síðustu áramót og á þessu ári af orðum Vilhjálms Birgissonar og fleiri hjá verkalýðshreyfingunni, að þá ríkir mikil tortryggni af hálfu verkalýðshreyfingarinnar gagnvart t.d ríkisvaldinu vegna svikinna loforða í tengslum við lífskjarasamningana.

Já, já, akkúrat, ég hlustaði á umræðu um það og það sama á jafnvel við gagnvart atvinnurekendum. Þeir töldu sig t.d. svikna varðandi tryggingagjaldið. Það hjálpar auðvitað ekki til við kjarasamningagerð ef menn treysta ekki á orð stjórnvalda. Kannski bara ríkisstjórnin reyni þá að halda sig meira til hlés í þessum kjarasamningum sem gæti verið fyrir bestu,“ segir Sigmundur Davíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Egill er búinn að fá nóg

Egill er búinn að fá nóg
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Diljá vill trúð á Bessastaði – „Jón Gnarr er æðislegur trúður og góður leiðtogi á sama tíma“

Diljá vill trúð á Bessastaði – „Jón Gnarr er æðislegur trúður og góður leiðtogi á sama tíma“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

EFTA dómstóllinn: Bönkunum óheimilt að hækka vexti fasteignalána – skulda neytendum tugi milljarða

EFTA dómstóllinn: Bönkunum óheimilt að hækka vexti fasteignalána – skulda neytendum tugi milljarða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Arnar Þór Jónsson – Við erum ekki sama krúttsamfélag og 1980

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Arnar Þór Jónsson – Við erum ekki sama krúttsamfélag og 1980
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar: Snillingar í lágkúrunni

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar: Snillingar í lágkúrunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Arnar Þór Jónsson – Framboð mitt fer gegn valdinu – niðurstöður kosninganna liggja ekki fyrir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Arnar Þór Jónsson – Framboð mitt fer gegn valdinu – niðurstöður kosninganna liggja ekki fyrir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: „Geislavirka“ fórnarlambið, Katrín Jakobsdóttir

Svarthöfði skrifar: „Geislavirka“ fórnarlambið, Katrín Jakobsdóttir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hefja þarf nám í dönsku mun fyrr

Björn Jón skrifar: Hefja þarf nám í dönsku mun fyrr
Hide picture