fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 18. júlí 2024 17:30

Dagur var til viðtals hjá Hildu Jönu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri og fyrrverandi sjónvarpsstjóri á N4, hefur hrundið af stað nýju þriggja þátta hlaðvarpi um byggðaríg. Fyrsti þátturinn af Rígnum er kominn út, þar sem Hilda fer ofan í söguna á byggðaríg aftur í aldri og reynir að komast til botns í ástæðum hans og birtingarmyndum.

Í þættinum er rætt við Dag B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavík, sem telur að rígurinn á milli þéttbýlis og landsbyggðar sé byggður á djúpum grunni. Hann risti hins vegar ekki jafnt djúpt hjá almenningi í dag.

Bendir Dagur á að þéttbýlismyndun á Íslandi hafi verið gríðarlega hröð, hraðari en víðast hvar annars staðar. Á einni öld, frá 1915 til 2015, fór hlutfall íbúa í dreifbýli úr um 85 prósent í 15 prósent. Fólk hafi flykkst til bæjanna og sérstaklega á suðvesturhornið.

„Fjölgunin hefur fyrst og fremst verið hér og það er ekkert óeðlilegt að það taki svolítið í,“ segir Dagur. Ýmislegt hafi stutt við ríginn, í bókmenntum og menningu til dæmis. „Sollurinn og sukkið á mölinni en siðprýðin og öll lífsins gæði til sveita.“

Segir Dagur að þessi rígur sé svolítið djúpt í menningunni að einhverju leyti en eins og staðan sé núna hafi forsendur breyst.

„Mér finnst ákveðnar pólitískar freistingar hjá fólki til að reyna að kveikja og breikka þessa gjá sem ég held að sé ekki jafn djúp hjá öllum almenningi eins og var,“ segir Dagur.

Þáttinn má finna á bæði Spotify og Apple Podcasts.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun