fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Ný bók vekur upp umræður um aldur Joe Biden

Eyjan
Mánudaginn 4. september 2023 08:00

Joe Biden. Mynd: Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heitar umræður hafa verið í Bandaríkjunum að undanförnu um háan aldur margra af valdamestu stjórnmálamönnum landsins. Ný bók um fyrstu ár Joe Biden á forsetastóli hefur kynnt enn frekar undir þessa umræðu og aldur forsetans.

Eftir því sem kemur fram í bókinni þá hefur Biden viðurkennt fyrir nánasta samstarfsfólki sínu að hann sé stundum „þreyttur“ og að hann hafi margoft aflýst öllum fyrirætlunum sínum að morgni til vegna þess hversu gamall hann er orðinn.

Bókin heitir „The Last Politician: Inside Joe Biden‘s White House and the Struggle for America‘s Future“ og er hún skrifuð af blaðamanninum Franklin Foer. Hún kemur út í þessari viku en The Guardian fékk nýlega eintak af bókinni og fjallaði um hana.

Foer segir að gríðarleg pólitísk reynsla Biden hafi skipt miklu máli varðandi þær áskoranir sem Bandaríkin standa nú frammi fyrir. En hann segir einnig, eins og fleiri hafa gert, að spyrja verði sig hvort aldur Biden hafi áhrif á getu hans til að sinna starfi forseta.

„Það var sláandi að hann (Joe Biden, innsk. blaðamanns) sótti fáa morgunfundi og tók ekki þátt í mörgum opinberum atburðum fyrir klukkan 10 að morgni. Hátterni hans á opinberum vettvangi sýndi líkamlega hnignun og þverrandi andlega getu, sem hvorki lyf eða æfingar geta unnið gegn,“ skrifar Foer.

The Guardian segir að þrátt fyrir að athyglisverðar upplýsingar komi fram í bókinni hafi hún ekki enn verið sú stóra sprengja í bandarískri umræðu sem vænst var. Ástæðan fyrir því getur verið að Foer hefur ekki skýrt frá hvaða heimildarmenn skýrðu frá þreytu Biden.  Penguin Random House, sem gefur bókina út, segir að hún byggist á „áður óþekktum aðgangi að innsta hring ráðgjafa sem hafa starfað með Biden í áratugi“ en segir ekkert um hvort Foer hafi rætt við Biden.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum