fbpx
Þriðjudagur 03.október 2023
Eyjan

Hann kallaði glæpamenn „kakkalakka“ – Nú gæti úrið hans komið honum bak við lás og slá

Eyjan
Mánudaginn 18. september 2023 07:00

Jair Bolsonaro.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Jair Bolsonaro hafi verið mjög umdeildur á meðan hann gegndi embætti forseta Brasilíu. Þegar hann tapaði forsetakosningunum réðust mörg þúsund stuðningsmenn hans á brasilíska þinghúsið.

Bolsonaro hefur aldrei sýnt glæpamönnum samúð en nú gæti Rolex-úrið hans komið honum sjálfum á bak við lás og slá.

Eitt sinn sagði hann að þeir gætu bara „dáið á götu úti eins og kakkalakkar“ og átti þar við glæpamenn. Hann spurði eitt sinn: „Af hverju eigum við að veita þessum skíthælum gott líf,“ og átti þar einnig við glæpamenn.

En fljótlega gæti Bolsonaro endað sem einn af skíthælunum. Vinir og óvinir hans eru sannfærðir um að hann verði handtekinn fljótlega og ákærður.

Yfirvöld rannsaka nú margt honum tengt, allt frá því hvort hann hafi falsað bólusetningarvottorð til þess hvort hann beri ábyrgð á dauða tuga þúsunda Brasilíumanna. En ýmislegt bendir til að það verði allt annað mál sem verði honum að falli. Demantskreytt Rolex-úr.

Eftir tapið í forsetakosningunum á síðasta ári fór Bolsonaro til Bandaríkjanna og dvaldi þar í þrjá mánuði. Hann óttaðist að verða handtekinn en meðal þeirra mála sem hafa verið til rannsóknar er hvort hann hafi selt dýrar gjafir sem hann fékk meðal annars frá Sádi-Arabíu.

Áður en sú rannsókn hófst höfðu gagnrýnendur hans krafist þess að hann yrði fangelsaður fyrir það sem þeir telja glæpsamlegt athæfi þegar hann var forseti. Meðal annars fyrir að hafa dregið það að kaupa bóluefni gegn COVID-19 en faraldurinn varð 700.000 Brasilíumönnum að bana.

Bolsonaro hefur verið yfirheyrður af lögreglunni og meðal annars spurður um þrjá demantsskartgripi, að verðmæti sem nemur um 500 milljónum íslenskra króna, sem voru fluttir til Brasilíu frá Sádi-Arabíu 2021. Rannsóknin beinist að hvort þetta hafi verið opinberar gjafir sem Bolsonaro reyndi að koma í veg fyrir að yrðu settar í opinbert eignasafn forsetaembættisins eða hvort um einkagjafir til hans hafi verið að ræða sem hann hafi reynt að smygla til landsins án þess að greiða tilskilin gjöld af þeim.

Skartgripirnir þrír hefðu verið undanþegnir sköttum og gjöldum ef þeir hefðu verið gjöf frá Sádi-Arabíu til Brasilíu en ekki ef um gjöf til Bolsonara var að ræða. Þá hefði hann þurft að greiða gjöld upp á allt að helming verðmætis þeirra.

En demantsskreytt Rolex-úr og Patek Philippe-úr sem hann fékk að gjöf frá Sádi-Arabíu og Bahrain virðast ætla að valda honum miklum vandræðum. Talið er að úrin hafi verið seld skartgripasala í Pennsylvania í Bandaríkjunum. Söluverðið fór inn á bandarískan bankareikning í eigu vinar Bolsonaro. Lögreglan telur að því næst hafi peningarnir ratað í vasa Bolsonaro.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilja losna við Rishi Sunak – Segja hann jafn heillandi og hurðarhún

Vilja losna við Rishi Sunak – Segja hann jafn heillandi og hurðarhún
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kastljós leyfði Kristjáni Loftssyni að bera fram rangfærslur og blekkingar, segir Ole Anton Bieltvedt – tímalína hvaldrápsins lýsir skrælingjahætti

Kastljós leyfði Kristjáni Loftssyni að bera fram rangfærslur og blekkingar, segir Ole Anton Bieltvedt – tímalína hvaldrápsins lýsir skrælingjahætti
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja heimilishjálpina frádráttarbæra

Vilja heimilishjálpina frádráttarbæra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn segir íslensku krónuna ekki uppfylla skilyrði fullburða gjaldmiðils – Heimilin og fyrirtækin borga það dýru verði

Þorsteinn segir íslensku krónuna ekki uppfylla skilyrði fullburða gjaldmiðils – Heimilin og fyrirtækin borga það dýru verði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skammaði ráðherra fyrir að brjóta lög og hlunnfara ellilífeyrisþega

Skammaði ráðherra fyrir að brjóta lög og hlunnfara ellilífeyrisþega
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jóhann Páll: Ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum ekki mögulegt nema flokkurinn sé tilbúinn að lyppast niður og lúta stjórn Samfylkingarinnar

Jóhann Páll: Ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum ekki mögulegt nema flokkurinn sé tilbúinn að lyppast niður og lúta stjórn Samfylkingarinnar