fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Hundrað ára

Eyjan
Laugardaginn 16. september 2023 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífslíkur Íslendinga eru með þeim bestu í heiminum og fjöldi landsmanna nær háum aldri. Á hverju ári eiga nokkur gamalmenni 100 ára afmæli og rata í sjónvarpsfréttir. Það er einkennandi fyrir ríkjandi afstöðu til gamals fólks að fréttamenn tala við þessa einstaklinga eins og börn með þroskaröskun. Spurt er hverju viðkomandi þakki þennan háa aldur og svörin eru venjulega á einn veg. Flestir segjast ekki hafa hugmynd um það sem er auðvitað rétt svar. Langlífi liggur nefnilega í genunum. Fréttamaðurinn spyr þá hvort ekki sé gaman á viðkomandi hjúkrunarheimili meðan myndatökumaður myndar fætur og hendur vistmanna. Andlit mega ekki sjást af persónuverndarsjónarmiðum. Skemmtilegast er þó fyrir fréttamanninn ef afmælisbarnið vill syngja eða dansa. Hann horfir á gamalmennin kætast með kærleiksríkt glott á vör. Boðskapur fréttarinnar er: Það er gaman að verða mjög gamall þótt enginn vilji það í raun.

Egill afi minn Skallagrímsson náði háum aldri en var ósáttur við ellina. Hann varð heyrnarlaus, haltur og náttúrulaus og lagður í einelti af griðkonum eða starfsfólki á Elliheimilinu að Mosfelli þar sem hann dvaldi. Glaðbeittur fréttamaður hefði ekki fengið Egil til að þakka reglusömu líferni aldur sinn. Hann hefði ekki heldur hrósað aðbúnaðinum að Mosfelli. Ekki hefði hann viljað dansa fyrir fréttamanninn heldur reynt að berja hann eða bíta á barkann. Hætt er við að það hefði mistekist og Egill endað uppi sem hlægilegur, vanmegna gamall maður. Þannig hefði tekist að troða honum inn í staðalímyndina. Niðurstaða fréttamannsins hefði verið að enginn ætti að sækjast eftir því að verða 100 ára og eldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Lögfræðingar og lögfræðiálit

Óttar Guðmundsson skrifar: Lögfræðingar og lögfræðiálit
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Með kveðju til allra sem syrgja

Steinunn Ólína skrifar: Með kveðju til allra sem syrgja
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Í skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera!

Steinunn Ólína skrifar: Í skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
07.09.2024

Eiríkur Bergmann: Stjórnmálaflokkarnir eiga ekkert fastafylgi lengur – fólk samsvarar sig ekki flokkunum eins og áður

Eiríkur Bergmann: Stjórnmálaflokkarnir eiga ekkert fastafylgi lengur – fólk samsvarar sig ekki flokkunum eins og áður
EyjanFastir pennar
01.09.2024

Björn Jón skrifar – Ríkisstjórn á endastöð

Björn Jón skrifar – Ríkisstjórn á endastöð
EyjanFastir pennar
01.09.2024

Svarthöfði skrifar: Ómissandi menn

Svarthöfði skrifar: Ómissandi menn
EyjanFastir pennar
29.08.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Loðna hlið samgöngusáttmálans

Þorsteinn Pálsson skrifar: Loðna hlið samgöngusáttmálans
EyjanFastir pennar
25.08.2024

Björn Jón skrifar: Hinn ærandi skarkali

Björn Jón skrifar: Hinn ærandi skarkali