fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Ríkin sem krefjast þess að Danir og Svíar sýni Kóraninum virðingu eru ekki mjög umburðarlynd – Biblían bönnuð og kristið fólk ofsótt

Eyjan
Þriðjudaginn 8. ágúst 2023 08:00

Rasmus Paludan, sem er danskur öfgahægrimaður, hefur verið iðinn við að brenna Kóraninn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau sjá flísina í auga bróður síns en ekki bjálkann í eigin auga. Þetta sagði Johannes Baun, framkvæmdastjóri danska biblíufélagsins, um hin 57 aðildarríki Íslömsku samvinnusamtakanna (OIC) sem hafa að undanförnu fordæmt Kóranbrennur í Danmörku og Svíþjóð.

Í samtali við Jótlandspóstinn sagði hann að þessi ríki krefjist þess að Kóraninum sé sýnd virðing og séu reiðubúin til að beita refsiaðgerðum þegar þetta heilaga rit þeirra sé brennt. Á sama tíma banni þessi ríki Biblíuna og refsi kristnu fólki.

Alþjóðlegu kristnu samtökin Open Doors fylgjast með þróun mála í þeim löndum þar sem kristnir sæta mestu ofsóknunum. Árlega gefa samtökin út skýrslu um stöðu mála í 50 ríkjum. Af þeim eru „ofsafengnar ofsóknir“ gegn kristnu fólki staðreynd í 11 ríkjum og í 39 ríkjum eru ofsóknirnar „mjög alvarlegar“.

Af þeim 11 ríkjum þar sem ofsóknirnar eru „ofsafengnar“ eru 8 aðilar að OIC. Þetta eru Sómalía, Jemen, Líbía, Nígería, Pakistan, Íran, Afganistan og Súdan. Þessi ríki krefjast þess sem sagt að Kóraninum sé sýnd virðing í kristnum ríkjum á meðan þau berja óhikað á kristnu fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum