fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Hugsanlegir dómar yfir Donald Trump valda lagalegum vandræðum

Eyjan
Þriðjudaginn 18. júlí 2023 08:00

Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mun Donald Trump náða sjálfan sig ef hann verður kjörinn forseti á næsta ári? Hvað gerist ef hann verður settur í fangelsi í miðri kosningabaráttunni?

Þetta er umræða sem nú á sér stað í Bandaríkjunum. Hún kann að virðast undarleg en samt sem áður fer hún fram þessa dagana.

Hún hófst í vinsælum morgunþætti, The View, og í kjölfarið fór hún á mikið flug á samfélagsmiðlum.

Nú ræða sumir af helstu lögspekingum landsins hvað gerist ef Trump verður dæmdur í fangelsi en hyggst samt sem áður taka slaginn í forsetakosningunum og heyja kosningabaráttu sína úr fangaklefa. Og ekki bara það. Þeir ræða einnig hvað gerist ef hann sigrar í forsetakosningunum. Getur hann þá orðið forseti?

Forseti Bandaríkjanna hefur fulla heimild til að náða fólk. En spurningin er hvort hann geti náðað sjálfan sig? Enginn forseti hefur reynt að gera það og spurningin er því enn sem komið er fræðileg.

Ekki síst vegna þess að stjórnarskráin segir ekkert um sjálfsnáðun forseta að sögn Mark Tuschnet, prófessors í stjórnarskrármálum við Harvard háskólann. Í samtali við CBC News sagði hann spurningunni hafi ekki verið svarað og líklega séu mismunandi sjónarmið uppi meðal lögfræðinga um þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum