fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Einbeitt aðgerðaleysi

Eyjan
Laugardaginn 3. júní 2023 12:00

Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir tapa mestu sem valda minnstu. Það er leiðarstefið í íslenskri hagstjórn, sem að öðru leyti gengur út á það eitt að færa fjármagn frá almenningi yfir til efnafólks.

Til þess er einmitt krónan.

Í meira en mannsaldur hefur það verið hlutverk hennar að sveifla hagkerfinu svo landsmenn standa ráðvilltir eftir – og vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga.

Hún er einskis nýt fyrir alþýðu manna sem þarf á lánum að halda. En hún er öllu skárri fyrir efnafólk sem hefur hag af því að inneignirnar dafni.

Og svo því sé til haga haldið er krónan ekki gjaldmiðill fyrir nokkurn lántakanda, hvorki fólk, fyrirtæki né félagasamtök. Hún er ófyrirséðasta myntin í okkar heimshluta sem gerir það að verkum að enginn sem þarf að spá fyrir um hag sinn á næstu árum hefur mögulega á nokkrum einasta fyrirsjáanleika.

„Við stjórnvölinn sitja ráðamenn sem bjóða af sér góðan þokka, gott og vel, en eru einbeittir í aðgerðaleysi sínu.“

Lántaka á Íslandi er happadrætti. Og raunar verra en svo. Lántakandinn veit aldrei hvað hann tapar miklu á lántökunni. Hann veit aldrei hvað hann þarf að greiða lánið mörgum sinnum til baka. Hann veit það eitt að hann er að vaða út í tóma óvissu.

Og hann þarf alveg örugglega að borga margfalt oftar af húsinu sínu en venjulegur almenningur þarf að gera á hinum Norðurlöndunum, samfélögum sem Íslendingar bera sig oftast og réttilegast saman við.

Hann þarf líka að borga þrefalt hærri vexti en þessir téðu frændur hans. Og þrefalt hærra leiguverð. Þrefalt meira fyrir tryggingar. Og jafnvel þrefalt hærra matarverð í mörgum tilvikum.

Og hann fær þrefalt minni kauphækkun en æðstu ráðamenn í landinu.

Samt er honum kennt um allt sem aflaga fer – og þarf að sæta hverri vaxtahækkuninni af annarri af því að verðbólgan er honum að kenna. Sem er þó fásinna. Hún er annað tveggja innflutt eða keyrð áfram af efnameiri og efnamestu hópum þjóðarinnar.

Verðbólgan er ekki alþýðunni að kenna. Það er nefnilega í hennar ranni sem hófsemdina er að finna.

En samt skal hún borga. Samt skal hún blæða.

Á meðan auka bankarnir hreinar hreinar vaxtatekjur sínar um 27 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2023 og Seðlabankinn bætir um betur með enn einni ríflegri stýrivaxtahækkuninni til að tryggja enn frekari tilfærslu fjármagns og eigna frá skuldsettum heimilum í botnlausa hít fjármálakerfisins.

Svona er komið fyrir Íslandi. Bæði fyrr og síðar.

Og við stjórnvölinn sitja ráðamenn sem bjóða af sér góðan þokka, gott og vel, en eru einbeittir í aðgerðaleysi sínu.

Þeir hafa heitið því að aðhafast ekkert.

Þeir benda ýmist á Seðlabankann, það sjálfstæða afl í peningastjórninni, ellegar á almenning sem þurfi að taka sig saman í andlitinu og sýna meira aðhald og ráðdeild.

Í fjöldamörgum öðrum Evrópulöndum sýna stjórnvöld ábyrgð – og koma til móts við almenning sem þarf að glíma við þrefalt minni vexti en á Íslandi, vaxtastig sem er að sliga heimilin þar í landi.

Á Íslandi má pöpullinn eiga sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Megas áttræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Megas áttræður
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
EyjanFastir pennar
27.03.2025

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna
EyjanFastir pennar
26.03.2025

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?