fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

„Ég vona að börnin mín haldi ekki að það sé alvanalegt að foreldrar eigi 10 milljónir til að gefa hverju barni í fasteignakaup“

Eyjan
Þriðjudaginn 4. apríl 2023 11:30

Helga Vala Helgadóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er allt annað en hrifin af þingmannafrumvarpi Guðrúnar Hafsteinsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og verðandi ráðherra. Frumvarpið, sem Guðrún leggur fram ásamt Sjálfstæðisþingmönnunum Vilhjálmi Árnasyni og Ásmundi Friðrikssyni, snýr að að breytingu á erfðafjárlögum þannig að foreldrar geti arfleitt börn sín að 10 milljónum króna sem yrði undanþeginn erfðafjárskatti. Þannig gæti hvert barn fengið 10 milljónir króna frá hverju foreldri, alls 20 milljónir króna.

Þingmennirnir lifi í einhverjum hliðarveruleika

Í frétt Morgunblaðsins í morgun sagði Guðrún að erfðafjárskattur væri að sínu mati of hár og ósanngjarn. Yrði frumvarpið að veruleika gætu foreldrar greitt fyrirframgreiddan arf til barna sinna á allt að tíu árum og það gæti hjálpað afkvæmunum við fasteignakaup.  Virðist Helga Vala sérstaklega ósátt við þá skoðun  Guðrúnar að um sé að ræða lágar fjárhæðir sem margir gætu nýtt sér.

„Því miður virðast sumir þingmenn lifa í einhverjum hliðarveruleika. Ég vona að börnin mín haldi ekki að það sé alvanalegt að foreldrar eigi 10 milljónir til að gefa hverju barni í fasteignakaup. Það er algjör undantekning og ég tel okkur þingmenn eiga fyrst og fremst að starfa fyrir almenning ekki fáa auðuga. Þar eiga okkar áherslur að liggja,“skrifar Helga Vala.

Minni líkur á að málið verði að veruleika

Bendir hún á greinargerð með frumvarpinu þar sem að áréttað sé að ef foreldrar ákveði að gefa barni sínu 100 milljónir þá muni börnin þurfa að greiða skatt af 90 milljónum króna.

„Þá kemur líka fram að þessi gjöf kemur ekki til frádráttar við uppgjör dánarbúsins í lokin. Ég get ekki skilið það öðru vísi en svo að foreldrar geti ákveðið að gefa einu barna sinna (lagasetning fyrir uppáhaldsbarnið) fjármuni sem ekki komi til frádráttar í heildarútgreiðslu úr búi. Mikið er ég fegin að þetta er þingmannafrumvarp stjórnarliða (og mögulega verðandi ráðherra) en ekki stjórnarfrumvarp. Þá eru minni líkur á að þetta mál verði að veruleika,“ skrifar Helga Vala.

Færsla Helgu Völu:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að