fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Sakar forystu Eflingar um valdníðslu og skoðanakúgun

Eyjan
Sunnudaginn 5. febrúar 2023 17:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drífa Snælda, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) telur forystu Eflingar beita valdníðslu og skoðanakúgun. Þetta kom fram í Silfrinu í morgun þar sem Drífa var gestur.

„Ég óttast það sé verið að veikja verkalýðshreyfinguna mjög mikið núna því að ný forysta Eflingar hefur til dæmis þá tilhneigingu að fara mjög hart gegn eigin félagsmönnum sem eru ekki sammála þeim, það er eitthvað sem ekki er hægt að líða, ekki hægt að sitja hjá og samþykkja. Það er ákveðin valdníðsla og skoðanakúgun sem fellst í því. Þannig að ég óttast það að niðurstaðan af þessu öllu verði að veikja hreyfinguna.“

Drífa tók einnig fram að það sé rangt að stilla málum upp þannig að fólk geti ekki stutt Eflingu, nema styðja við formann félagsins, Sólveigu Önnu Jónsdóttur.

„Það er ekki hægt að stilla hlutunum þannig upp að ef þú hyllir ekki Sólveigu Önnu þá sértu á móti láglauna konum eða verkafólki eða réttindum fólks til að fara í verkfall.“

Þessum ummæli Drífu má setja í samhengi við umræðu síðustu vikunnar en þar hafa til dæmis leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og hagfræðingurinn Stefán Ólafsson sem starfar hjá Eflingu, kallað eftir því að konur, einkum femínistar, styðji við Sólveigu Önnu.

Sóley Tómasdóttir, baráttukona og fyrrum borgarfulltrúi, svaraði þessu ákalli á síðu sinni Just Consulting og tók þar fram að hún væri ekki til í þá „einstaklingsdýrkun“ sem lögð hefði verið til.

„Mér hugnast illa karllæg átakasækni og líður ekki vel að sjá verkalýðsfélög haga sér með sama hætti og talsmenn atvinnurekenda. Og talandi um það, þá finnst mér framkoma Sólveigar Önnu við samstarfsfólk sitt hjá Eflingu vera óboðleg. Það er því af málefnalegum ástæðum sem ég hef ákveðið að verða ekki við ákalli Stefáns.“

Sjálf hefur Sólveig Anna brugðist við fregnum af pistli Sóleyjar, en viðbrögðin má sjá hér að neðan.

Sjá einnig:

„Því þá verðum við flest öll réttlausir öreigar og töluvert fyrr en okkur grunar“

Segir meðferðina á Sólveigu Önnu í sérflokki – „Kennslubókardæmi um lítilsvirðingu“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun