fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Fyrrum starfsmaður stjórnar Trump segir hann mjög áhyggjufullan

Eyjan
Fimmtudaginn 28. desember 2023 17:30

Donald Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann er mjög áhyggjufullur.“ Þetta segir Alyssa Farah Griffin, sem starfaði hjá stjórn Donald Trump þegar hann gegndi embætti forseta Bandaríkjanna. Hún var meðal annars yfirmaður samskiptadeildar Trump.

Hún segir að áhyggjur Trump eigi sinn þátt í að hann sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í kosningunum á næsta ári.

Þetta kom fram í viðtali við hana hjá CNN í síðustu viku. Í viðtalinu var meðal annars rætt um „jólakveðju“ Trump en í færslu á samfélagsmiðlum skrifaði hann skilaboð sem var beint til Jack Smith, saksóknara, sem sér um málarekstur dómsmálaráðuneytisins gegn Trump vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020.

„Gleðileg jól til allra, þar á meðal hinnar einu vonar hins spillta Joe Biden, hins óútreiknanlega Jack Smith,“ skrifaði Trump í inngangi jólakveðjunnar, sem birtist á samfélagsmiðli Trump, Truth Social, að sögn The Hill.

„Megi þeir rotna í helvíti. Gleðileg jól!“ skrifaði hann síðan.

Griffin, sem hætti störfum í Hvíta húsinu í árslok 2020 og hefur síðan verið áberandi í hópi þeirra sem gagnrýna Trump, þá er Trump skíthræddur um að lenda í fangelsi.

„Þetta er nokkurs konar hinn gamli Donald Trump. Hann er þekktur fyrir að senda frá sér klikkuð ummæli um jólin og síðan fylgir klippa af honum í myndinni „Alone Home 2“ með,“ sagði hún um jólakveðju Trump.

Griffin sagði að þetta sýni að málarekstur Jack Smith sé að skila árangri og hafi Trump miklar áhyggjur af rannsókn dómsmálaráðuneytisins á atburðunum við þinghúsið þann 6. janúar 2021. „Þetta er drifkrafturinn á bak við framboð hans,“ sagði hún.

Griffin, sem hefur lýst yfir stuðningi við Nikki Haley í prófkjöri Repúblikana, sagði að Trump vonist til að verða kjörinn forseti svo hann geti náðað sjálfan sig.

„Þrátt fyrir að kosningaráðgjafar hans vilji að baráttan snúist um efnahagsmál, atvinnumál og utanríkismál, þá byrjar hann alltaf aftur að tala um að hann sé í hreinskilni sagt hræddur um að lenda í fangelsi. Hann neyðist til að ná kjöri sem forseti til að geta náðað sjálfan sig,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu