fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Menntaðir hugbúnaðarsérfræðingar fá ekki vinnu vegna reynsluleysis – starfa sem öryggisverðir

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 17. desember 2023 10:30

Snæbjörn Ingi Ingólfsson, framkvæmdastjóri Itera á Íslandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskilvirkni í tengslum atvinnulífsins við háskólasamfélagið á sviði tæknigreina hefur leitt til þess að fólk sem lokið hefur námi í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði fær ekki störf í sínu fagi og starfar sem öryggisverðir hjá Securitas á tíma þegar mikill skortur er á menntuðu fólki í þessum greinum, segir Snæbjörn Ingi Ingólfsson, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Itera, sem hefur milligöngu um að finna þjálfaða hugbúnaðarsérfræðinga í Úkraínu og víðar til starfa fyrir íslensk fyrirtæki. Snæbjörn Ingi er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Snæbjörn Ingi Ingólfsson - 5.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Snæbjörn Ingi Ingólfsson - 5.mp4

Það er ekkert auðvelt að fá fólk inn í þessi fyrirtæki, Jú, jú, auðvitað eru sum fyrirtæki mera spennandi en önnur og ég hef talað við nokkur fyrirtæki sem eiga ekkert í vandræðum með að fá fólk, sem fá fólk og borga því bara nánast það sem vinnuveitandinn vill greiða þar sem fyrirtækið er spennandi, áhugavert að vinna þar. Bara fyrirtæki eins og Controlant, það vildu allir vinna hjá Controlant fyrir nokkrum mánuðum. Þeir voru ekki í vandræðum með að fá fólk,“ segir Snæbjörn Ingi.

Svo talar maður við önnur fyrirtæki sem eru búin að auglýsa og auglýsa en eru bara ekki að fá fólk til starfa. Eða, þau fá kannski 50-60 umsóknir en nánast allar ónothæfar, þau eru ekki að fá umsóknir fá fólki með þá þekkingu sem þau leita að,“ segir hann og bætir því við að það sem hafi komið honum einna mest á óvart varðandi þetta sé eitt:

Ég hef heyrt í mönnum sem hafa verið að fá umsóknir frá fólki sem hefur lokið tölvunarfræðinámi eða námi í hugbúnaðarverkfræði en hefur ekki fengið starf vegna þess að það vantar reynslu og er kannski bara að vinna sem öryggisverðir hjá Securitas. En af því að það hefur ekki fengið tækifæri til að vinna í greininni erum við að tapa peningum og mannauði í okkar umhverfi hérna.

Þá er spurningin, ættum við að opna meira á svona starfsnám inni í fyrirtækjunum? Þarna þarf að tengja betur saman háskólana og atvinnulífið. Mér finnst vanta þar upp á. Samkvæmt greiningu samtaka iðnaðarins í fyrra vantar 9000 sérfræðinga á næstu fimm árum. Ef þeir eru að vakta dyrnar í súpermörkuðum og annars staðar vegna þess að þeir fá ekki tækifæri inni í hugbúnaðarhúsunum þá er það grátlegt. Samfélagið hefur kostað miklu til að mennta þetta fólk og fólkið sjálft hefur fórnað miklu til að afla sér menntunar,“ segir Snæbjörn Ingi.

Ég varð mjög hissa þegar ég heyrði þetta. Maður hefur alltaf staðið í þeirri trú að allir sem kláruðu tölvunarfræði, annað hvort grunn- eða meistaranám, að allir væru með örugga vinnu en það er ekki alveg svo. Ef maður skoðar auglýsingar sér maður að það er verið að kalla eftir 3-5 ára reynslu af sambærilegum verkefnum. Oft er því ekki til að dreifa.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Snæbjörn Ingi segir á hinn bóginn að nú, þegar mikill skortur sé á fólki í greininni heyrist dæmi um himinháar launakröfur sem séu ekki endilega í takt við getu viðkomandi.

Þannig að ef við gerumst aðeins kaldhæðnir þá ert þú að segja að þumbaragangur íslenskra yfirvalda og atvinnulífsins varðandi það að koma vel menntuðu fólki til starfa í fyrirtækjum sé vatn á ykkar myllu. Þið fyllið þetta tómarúm.

Að miklu leyti, já.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Hide picture