fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Hryðjuverk, glæpagengi og múslímskur skóli – Stærsta vandamál Svía síðan 1945

Eyjan
Sunnudaginn 17. desember 2023 18:00

Sænsk glæpagengi berjast á banaspjótum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svíar stærðu sig lengi af að vera fyrirmyndin þegar kom að umburðarlyndi en nú standa þeir frammi fyrir stærsta vandamáli sínu síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Ógn hryðjuverka íslamskra öfgamanna hangir yfir þeim og reyna Svíar nú að koma í veg fyrir að fólk snúist til öfgahyggju og fremji hryðjuverk. Hafa þeir meðal annars gripið til þess ráðs að loka skóla einum.

Fljótlega verður frískólanum Cordoba, sem er í Kista í norðurhluta Stokkhólms, lokað. Nemendurnir 500 munu ekki fá að koma aftur eftir jólafríið og það er góð ástæða fyrir því.

Menntamálayfirvöld hafa ákveðið að afturkalla starfsleyfi skólans eftir að hafa fengið upplýsingar frá öryggislögreglunni Säpo um að meðal stjórnenda skólans séu aðilar sem tengjast öfgasinnuðum og ofbeldishneigðum íslömskum öfgasinnum.

Lotta Edholm, menntamálaráðherra, hefur fyrirskipað rannsókn á frískólum landsins, frískólar eru í raun einkaskólar sem njóta ákveðins fjárhagslegs stuðnings frá hinu opinbera. Það hefur vakið áhyggjur margra að Cordobaskólanum verður lokað og óttast fólk um framtíð sænska menntakerfisins, sem er heimsþekkt, með sína tæplega 4.000 frískóla.

Ekki hafa verið veittar miklar upplýsingar opinberlega um af hverju skólanum verður lokað en Fredrik Hulgtgren-Friberg, talsmaður Säpo, hefur þó látið hafa eftir sér að fulltrúar skólans hafi verið í sambandi við „íslamista sem styðja ofbeldisverk“.

Það að skólanum sé lokað er nýjasti kaflinn í uppgjöri sem á sér stað í Svíþjóð þar sem yfirvöld standa nú í harðri baráttu við að koma í veg fyrir öfgahyggju og hryðjuverk. Hér áður fyrr stærðu Svíar sig af að vera stórveldi á sviði mannúðar og hugsjóna og alþjóðleg fyrirmynd umburðarlyndis og með rými fyrir alla. En nú er öldin önnur og Svíar standa frammi fyrir stærsta vandamáli sínu síðan í síðari heimsstyrjöldinni.

Jótlandspósturinn bendir á að Svíar standi nú frammi fyrir ógnum á þremur vígstöðvum. Þetta eru hryðjuverk íslamskra öfgamanna, Rússland sem vill ekki að Svíar fái aðild að NATO og öldu skot- og sprengjuárása þar sem glæpagengi, með múslímskan bakgrunn, berjast um yfirráðin yfir fíkniefnamarkaðnum. Óttast margir að þessi glæpagengi geti verið uppspretta nýrra liðsmanna íslamskra öfgahópa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum