fbpx
Sunnudagur 03.desember 2023
Eyjan

Vara við – Heimurinn logar

Eyjan
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 04:15

Heimurinn logar, segja þeir. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forstjóri Blackrock segir að geopólitískur órói ýti undir hættuna á kreppu. Forstjóri bandaríska stórbankans JPMorgan Chase segir að staðan nú sé sú alvarlegasta sem upp hefur komið síðan í síðari heimsstyrjöldinni.

Staðan í heimsmálunum er verri og ófyrirsjáanlegri nú en nokkru sinni síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Þetta sagði Jamie Dimon, forstjóri JPMorgan Chase, í samtali við The Sunday Times. Hann sagði að bandarískt efnahagslíf standi enn vel að vígi en sú geopólitíska staða, sem uppi er, sér mjög alvarleg og líklega sú alvarlegasta síðan 1938.

„Það sem er að gerast núna, eru mikilvægustu atburðirnir varðandi framtíð heimsins hvað varðar frelsi, lýðræði, mat, orku og fólksflutninga. Við horfum framhjá þýðingu þessara atburða þegar við spyrjum hvað þetta þýði fyrir markaðina,“ sagði Dimon.

Ef þú fyllist svartsýni við að lesa um sýn Dimon á heiminn þá skaltu hætta að lesa hérna því Larry Fink, forstjóri Blackrock, sem er stærsti fjárfestingarsjóður heims,  er ekki bjartsýnni en Dimon. Hann telur að stríðið í Úkraínu og stríð Ísraels og Hamas eigi sinn þátt í að ýta bandaríska hagkerfinu, sem er það stærsta í heimi, nær samdrætti.

Hann sagði að geopólitísk áhætta skipti miklu varðandi mótun lífs okkar allra. Það sé vaxandi ótti í heiminum og minni von. Vaxandi ótti geri að verkum að fólk dragi úr neyslu. Ótti valdi því samdrætti til langs tíma litið og ef óttinn haldi áfram að vaxa, þá aukist líkurnar á samdrætti í Evrópu sem og Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vill skattleysi eldri borgara – segir þá búna að leggja sitt af mörkum á langri ævi

Vill skattleysi eldri borgara – segir þá búna að leggja sitt af mörkum á langri ævi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fái að reykja mentól sígarettur í fjögur ár í viðbót – Hæfilegur undirbúningstími

Fái að reykja mentól sígarettur í fjögur ár í viðbót – Hæfilegur undirbúningstími
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segja lífeyrissjóði ekki viljuga til að hjálpa Grindvíkingum – „Ekki treystandi til að sýsla með sjóðina okkar“

Segja lífeyrissjóði ekki viljuga til að hjálpa Grindvíkingum – „Ekki treystandi til að sýsla með sjóðina okkar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fullveldisráðstefna Dansk-íslenska félagsins í Veröld, húsi Vigdísar

Fullveldisráðstefna Dansk-íslenska félagsins í Veröld, húsi Vigdísar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Djöfullinn sjálfur

Óttar Guðmundsson skrifar: Djöfullinn sjálfur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vandamálið í dag er þung greiðslubyrði lána en ekki yfirveðsetning eins og í hruninu, segir umboðsmaður skuldara

Vandamálið í dag er þung greiðslubyrði lána en ekki yfirveðsetning eins og í hruninu, segir umboðsmaður skuldara