fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Nýr formaður Repúblikana í fulltrúadeildinni notaði umdeilda aðferð til að fylgjast með klámnotkun

Eyjan
Mánudaginn 13. nóvember 2023 17:00

Mike Johnson. Mynd:Flickr/Gage Skidmore

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mike Johnson, sem var nýlega kjörinn forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið gagnrýndur af mörgum tölvusérfræðingum fyrir aðferð sem hann hefur notað til að fylgjast með klámnotkun sonar síns.

Johnson var lítt þekktur þegar hann var kjörinn forseti fulltrúadeildarinnar  og margir samflokksmenn hans urðu að nýta sér þjónustu Google til að afla sér upplýsinga um hann. Við þessa leit rákust margir á myndband frá 2022 þar sem Johnson tók þátt í pallborðsumræðum um hættuna, sem stafar af nútímatækni, í baptistakirkju í Louisiana, sem er heimaríki hans.

Þegar rætt var um hvernig sé hægt að bregðast við mörgum af þeim hættum og freistingum sem eru á Internetinu sagðist hann hafa hlaðið appinu Covenant Eyes niður í snjallsíma sinn og fartölvu.

Eftir því sem segir á heimasíðu Covenant Eyes þá er þetta forrit „sem hjálpar þér að lifa klámlausu lífi“.

Forritið skráir netnotkunina með því að taka skjáskot af skjánum á hverri mínútu. Það notar síðan gervigreind til að skanna skjáskotin í leit að nektarmyndum eða orðum af kynferðislegum toga.

Appið sendir síðan skýrslu vikulega til svokallaðs „ábyrgðarfélaga“ sem getur þannig fylgst með öllu sem hinn gerði á netinu. „Ábyrgðarfélagi minn er Jack, sonur minn. Hann er 17 ára. Hann og ég fáum skýrslu um allt sem er í símunum okkar, já öllum tækjunum okkar,“ sagði Johnson.

Áskrift að Covenant Eyes kostar 17 dollara á mánuði og er hægt að tengja allt að 10 notendur saman. Appið er mjög vinsælt, sérstaklega hjá kristnum fjölskyldum, söfnuðum og fólki sem er að reyna að brjótast út úr vítahring klámfíknar.

Margir hafa gagnrýnt þessa uppeldisaðferð Johnson og sagði spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel til dæmis: „Það er einnig hægt að vera of nálægt börnunum sínum.“

Tölvusérfræðingar hafa einnig lýst yfir áhyggjum af að Johnson notist við app sem fylgist með hegðun fólks og safni miklu magni upplýsinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast