fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Stefán eygir oddvitasætið fyrir norðan fyrir næstu kosningar

Eyjan
Miðvikudaginn 1. nóvember 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Stefán Eiríksson hafi í útvarpsþættinum Bítinu í morgun undirbúið jarðveginn og sáð fræjum, eða jafn vel kartöflum, fyrir væntanlegt framboð til Alþingis 2025. Eygir hann auðvelt oddvitasæti fyrir norðan og ráðherrastól.

„Maður veit aldrei hvað gerist þegar ég hætti í þessu starfi,“ sagði Stefán sem á um eitt og hálft ár eftir af skipunartíma sínum sem útvarpsstjóri.

Svo lukkulega vill til að skipunartími hans rennur út um það leyti sem prófkjör og kosningabarátta fyrir alþingiskosningarnar árið 2025 er að hefjast. Treystir Stefán á að formenn ríkisstjórnaflokkanna fari ekki að sprengja stjórnina úr þessu.

Stefán sagði í viðtalinu að hann hafi séð stöðu útvarpsstjóra fyrir sér sem fimm ára verkefni. Það sé hæfilegt að vera 5 til 10 ár á hverjum stað. Hann sjái fyrir sér að hætta og fara að gera eitthvað allt annað.

„Akureyri er fallegasti staður á landinu“

Stefán hefur allt til brunns að bera til þess að verða frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins. Menntaður lögfræðingur, sem starfaði innan dómsmálaráðuneytisins og sem lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Í viðtalinu hreykti Stefán sér að því að hafa sameinað lögregluembættin og þar með minnkað báknið.

Fljótlegasta leiðin að áhrifastöðu og mögulegum ráðherrastól er fyrir norðan. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið veikastur í Norðausturkjördæmi og ekki yrði erfitt að velta núverandi oddvita, Njáli Trausta Friðbertssyni, úr sessi í prófkjöri. Hann skortir einfaldlega þá vigt sem menn eins og Stefán hafa.

„Akureyri er fallegasti staður á landinu,“ sagði Stefán í Bítinu en hann er heppilega ættaður úr Eyjafirði, frá Hrísey og Akureyri. Sagðist hann hafa verið mjög ósáttur þegar foreldrarnir fluttu með hann suður, níu ára gamlan.

Eins og hanski

Núverandi ríkisstjórnarsamstarf virðist vera gengið sér til húðar og útlit er fyrir að Samfylkingin verði í lykilstöðu til að mynda næstu stjórn. Formaðurinn Kristrún Frostadóttir er nú ekki beint harðlínumanneskja til vinstri og því er auðvelt að sjá fyrir sér tveggja flokka stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks með hana sem forsætisráðherra.

Eins og Jim Carrey sagði um árið þá myndi Stefán Eiríksson passa eins og hönd í hanska inn í slíka stjórn. Stefán nýtur trausts á vinstri vængnum og var meðal annars borgarritari um stund áður en hann tók við stöðu útvarpsstjóra. Stefán gæti orðið álitlegur kostur í dómsmálaráðuneytið og jafn vel lítt umdeildur sem slíkur.

Lokahnykkur útvarpsviðtalsins í morgun vakti athygli þar sem Stefán fór óspurður að ræða um stjórnmál, að því virðist til þess að tryggja að skilaboðin kæmust til skila.

„Við erum með gott fólk, til dæmis í stjórnmálum, að mínu mati sem er að gera sitt besta til að halda utan um sameiginleg verkefni okkar. Með örlítið meiri jákvæðni og örlítið meiri samheldni þá held ég að samfélagið gæti orðið enn sterkara og betra,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi