fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Kínverjar sitja uppi með fleiri auðar íbúðir en heildarfjöldi landsmanna er

Eyjan
Föstudaginn 6. október 2023 19:00

Frá Shanghai. Mynd:KK

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að kínversk fyrirtæki eins og Evergrande hafi byggt og byggt þegar fasteignabólan í Kína stóð sem hæst. Svo mikið var byggt að nú eru fleiri tómar íbúðir í Kína en landsmenn og eru þeir þó 1,4 milljarður.

Nú standa íbúðirnar tómar og verðlausar og fasteignafyrirtækin eru skuldum vafin og mörg hver á heljarþröm.

Fasteignabólan var fram á mitt ár 2021 eins stærsta fasteignabóla sögunnar. Risastór fjölbýlishús spruttu upp eins og gorkúlur í borgum og bæjum landsins. Oft var búið að selja íbúðirnar í þeim löngu áður en byggingu þeirra lauk. Spákaupmennska var alls ráðandi og þrýsti verðinu upp í hæstu hæðir og gerði fasteignafyrirtækjunum kleift að nota ókláraðar íbúðir sem veð fyrir nýjum lánum.

Þannig keyrði hringekjan hring eftir hring og hraðinn jókst sífellt eða allt þar til mótorinn bræddi úr sér og hringekjan stöðvaðist skyndilega.

Nú standa vonsviknir íbúðakaupendur og fasteignafyrirtæki eins og Evergrande með himinháar skuldir en í heildina nema þær 340 milljörðum dollara.

Margir spyrja sig nú hvernig fasteignamarkaðurinn hafi náð að verða svona áður en hann hrundi? Hversu margar tómar íbúðir séu nú í Kína?

„Hversu mörg hús standa auð í dag?“ spurði He Keng, fyrrum varaforstjóri kínversku hagstofunnar á ráðstefnu um efnahagsmál í Dongguan í september. „Sérfræðingar koma með mjög mismunandi tölur og þær öfgafyllstu eru að það séu auðar íbúðir fyrir 3 milljarða manna. Það eru líklega ýktar tölur en hins vegar tel ég ekki að 1,4 milljarður dugi til að fylla þær allar,“ sagði hann.

Tölur hans ná yfir hús og íbúðir sem eru tilbúnar en óseldar. Þær ná einnig yfir þær sem er búið að selja en ekki ljúka við. Einnig ná þær yfir hús sem spákaupmenn keyptu í stórum stíl og standa því auð.

Í orðum He felst að hann segir að það séu fleiri auðar íbúðir og hús í Kína en íbúar landsins. Þar á meðal allir þeir sem eiga nú þegar húsnæði.

Þetta eru mjög slæmar fréttir fyrir fasteignabóluna og spurning hvernig verður hægt að vinda ofan af henni og skuldunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum