fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Rafhlöðurnar munu endast í 15-17 ár – hef engar áhyggjur af endingartíma þeirra, segir forstjóri Brimborgar

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 30. október 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrstu fjöldaframleiddu rafbílarnir, sem komu á götuna fyrir 11-12 árum, eru enn í fullum gangi á götunum með rafhlöður sem hafa 70-75 prósent hleðslugetu á við nýjar og jafnvel enn meira. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir nýjar rafhlöður í dag mun endingarbetri en þær gömlu og endist jafnvel í 15-17 ár með a.m.k. 80 prósenta hleðslugetu. Þá sé stutt í að ekki taki lengri tíma að hlaða þær en að dæla bensíni á bíl.

Egill er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins.

Markaðurinn - Egill Jóhannsson - 1
play-sharp-fill

Markaðurinn - Egill Jóhannsson - 1

Þeir eru að þróa aukinn hleðsluhraða í batteríum og þeir stefna núna á að árið 2025 verði hægt að hlaða fyrir 100 mílur, sem eru 160 kílómetrar, á fimm mínútum. Þá er batterís útskiptilausnin í raun og veru orðin óþörf. Ég held að þeir stefni á þrjár mínútur árið 2028 og tvær mínútur árið 2030. Þá er þetta bara orðið eins og bensínáfylling. Þetta er ótrúlega stutt. Fimm ár eru ekki neitt í þessum bransa.“ segir Egill.

Er samt ekki líftími rafhlaðanna og kostnaður við að skipta um rafhlöður mikið áhyggjuefni í geiranum?

Það var mjög mikil umræða um þetta, sérstaklega fyrstu árin,“ segir Egill. „Núna eru svona 10-12 ár síðan fyrstu fjöldaframleiddu rafbílarnir fóru að koma á göturnar í einhverjum mæli. Menn höfðu miklu meiri áhyggjur af endingartíma þá, hvort þetta væru bara 2-3 ár eða fimm eða eitthvað svoleiðis.

Núna sjáum við að nánast allir bílaframleiðendur eru að bjóða átta ára ábyrgð á rafhlöðunum. Þetta er ábyrgð í þeirri merkingu að ef þú getur hlaðið hana 100 prósent nýja þá á hleðslugetan ekki að vera minni en 80 prósent eftir átta ár. Þannig að hún er ekki ónýt.“

Hann bendir á að fyrstu fjöldaframleiddu rafbílarnir sem komu á götuna um 2010-11 séu enn á götunum, orðnir 12 ára gamlir. „Maður er alveg að sjá dæmi um að þeir eru kannski komnir í 70 eða 75 prósent þannig að þetta er bara fullnotaður bíll og þá er þetta orðið eins og með gamla bíla, bensín- og dísilbíla. Þeir eru seldir nýir í einhver ákveðin not. Svo kemur eigandi tvö og eigandi þrjú og eigandi fjögur og þessir síðustu eigendur eru að nota bílana bara í öðrum tilgangi.“

Egill segir að kaupendur 10-12 ára gamalla dísilbíla sú í flestum tilfellum ekki að að keyra þá 20 þúsund kílómetra á ári. „Hann er notaður kannski í veiðiferðirnar. Svona rafbílar myndu kannski vera notaðir meira í snatt. Ég, fyrir mína parta, hef engar áhyggjur af þessu lengur. Þetta eru 10-12 ára gömul batterí. Ég get alveg lofað þér því að batteríin sem verið er að framleiða núna eru jafnvel enn betri. Ég yrði ekkert hissa þó að við værum að sjá svona 15-17 ára not af batteríi.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
Hide picture