fbpx
Mánudagur 04.desember 2023
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Við kunnum ekki að telja

Eyjan
Laugardaginn 21. október 2023 15:00

Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég kvaddi aldraðan föður minn í byrjun mánaðarins. Hann fékk hægt og friðsælt andlát á tíræðisaldri, saddur lífdaga og lánsamur á sinni tíð, heiðarlegur maður og hamingjusamur.

En það verður ekki betra, og fyllra, lífið sjálft.

Síðustu vikurnar fékk hann inni á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Syðri-Brekkunni í sinni heimabyggð. Það var mikið lán. En alls ekki sjálfgefið.

Það er nefnilega ekkert augljóst í atlæti aldraðra á Íslandi. Og fer heldur versnandi.

En það er af því að við kunnum ekki lengur að telja.

Við systkinin höfðum haft talsverðar áhyggjur af því um nokkra hríð að pabbi væri helst til valtur á fótunum heima. Ekkillinn gamli. Hann ætti það til að detta hvar sem var í íbúðinni. Ef ekki á klósettinu, þá í eldhúsinu. Svo það var farið að vakta karlinn. Af umhyggjusemi og góðvild. Og tryggðinni, náttúrlega.

Af því að pabbi manns er pabbi manns. Það er ekkert minna.

„Hefur okkur ekki ennþá, sem þjóð, þegar bráðum aldarfjórðungur er liðinn af nýrri öld, tekist að telja gamla fólkið okkar?“ 

En svo komumst við að því þegar við fórum að leita hófanna um húsnæðisúrræði að það væri ekki sjálfgefið að hann fengi inni í sinni heimabyggð. Altso, á Akureyri. Það gæti allt eins farið svo að hann þyrfti að þiggja pláss á Dalvík eða Ólafsfirði. Kannski á Húsavík. En við ættum bara að vona það besta. Dalvík væri einna styst frá bænum.

Heimabænum.

Svo ég, eina barnið hans sem hafði flutt á burtu úr þeim einum og sama bæ, fór að ala með mér alls konar hugsanir. Í besta falli neikvæðar.

Og áleitnar spurningar. Eðlilega.

Hefur okkur ekki ennþá, sem þjóð, þegar bráðum aldarfjórðungur er liðinn af nýrri öld, tekist að telja gamla fólkið okkar? Hefur okkur ekki enn, þrátt fyrir allan vísdóminn, lánast að leggja saman lífslíkur landsmanna og þörfina fyrir þjónustu á efri árum?

Og skyldi það vera einhver ofboðsleg kúnst? Eða óbærilega flókin algebra?

En við kunnum ekki að telja. Það er niðurstaðan. Sú eina sanna.

Hvorki fyrir pabba né yngstu afkomendur hans.

Þeir bíða nefnilega líka. Á biðlistum. Það er þjóðaráráttan. Biðlistamenningin. Okkar fámenna og ríka samfélagi ætlar ekki heldur að takast að hýsa yngstu þjóðfélagsþegnana svo foreldrar þeirra hafi einhverja möguleika á því að vinna fullan vinnudag til að afla nauðsynlegra tekna á dýrasta skeiði mannsævinnar.

Þeir bíða fram á þriðja ár, kannski fjórða, má það vera? Eftir sjálfsagðri samfélagsþjónustu, leikskólanum. Og ekki bara fyrir foreldrana, heldur þroska barnanna. Það er vitað. Sannað.

En við kunnum ekki að telja.

Og pabbi minn fer með það í gröfina, sjálfur viðskiptafræðingurinn sem alla starfsævina hafði það á hreinu hvernig á að leggja saman tölurnar í töfluverkinu. Það vissi hann upp á hár.

Ólíkt valdhöfum þessa lands, bæði fyrr og síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gaman að vera ráðherra

Svarthöfði skrifar: Gaman að vera ráðherra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Óhófsandi og skattasýki

Björn Jón skrifar: Óhófsandi og skattasýki
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við höfum brugðist landbúnaðinum

Sigmundur Ernir skrifar: Við höfum brugðist landbúnaðinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hamfarir, skattar og pólitík

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hamfarir, skattar og pólitík
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Loksins kom skjaldborgin – skjaldborg heimilanna um fyrirtæki auðmanna

Svarthöfði skrifar: Loksins kom skjaldborgin – skjaldborg heimilanna um fyrirtæki auðmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum öll Grindvíkingar

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum öll Grindvíkingar
EyjanFastir pennar
04.11.2023

Sigmundur Ernir skrifar: „Sagðirðu árás?“

Sigmundur Ernir skrifar: „Sagðirðu árás?“
EyjanFastir pennar
04.11.2023

Óttar Guðmundsson skrifar: Ísrael

Óttar Guðmundsson skrifar: Ísrael
EyjanFastir pennar
29.10.2023

Björn Jón skrifar: Að tjá hið ósegjanlega

Björn Jón skrifar: Að tjá hið ósegjanlega
EyjanFastir pennar
28.10.2023

Sigmundur Ernir skrifar: Þær sitja skörinni neðar, ennþá!

Sigmundur Ernir skrifar: Þær sitja skörinni neðar, ennþá!