Þetta kom fram í ræðu hans þegar hann kynnti ársfjórðungsuppgjör bankans en hann hagnaðist um 13 milljarða dollara á þriðja ársfjórðungi.
Dimon sagði fjárfestum að hann hafi áhyggjur af stöðu efnahagsmála vegna pólitískrar spennu á alþjóðavettvangi. Hann sagði að stríðið í Úkraínu og átökin Ísraels og Hamas geti haft áhrif á eldsneytis- og matvælaverð og heimsviðskipti.
Hvað varðar rekstur bankans sagði Dimon að hann hafi notið góðs af góðri fjárhagsstöðu bandarískra heimila og fyrirtækja en blikur séu á lofti og margar hættur steðji að efnahagsmálum heimsbyggðarinnar.
Hann sagði fjárfestum að þeir skuli búa sig undir hærri vexti, viðvarandi verðbólgu og áhrif af völdum stríðsátaka.