fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Donald Trump stefnir fyrrum njósnara fyrir ásakanir um afbrigðilegt kynlíf

Eyjan
Miðvikudaginn 18. október 2023 22:00

Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, hefur stefnt breska fyrirtækinu Orbis Business Intelligence fyrir að hafa sagt hann hafa stundað afbrigðilegt kynlíf þegar hann var í heimsókn í Rússlandi.

Þetta var gert í skýrslu frá fyrirtækinu árið 2017 en Buzzfeed skýrði frá henni. Í skýrslunni kom fram að Trump hefði tekið þátt í afbrigðilegum kynlífsathöfnum sem hefðu gefið Rússum tækifæri til að afla sér gagna sem þeir geti síðan notað til að kúga Trump.

Eigandi Orbis Business Intelligence er fyrrum breski njósnarinn Christopher Steele.

Sky News segir að Trump hafi stefnt fyrirtækinu og fari fram á bætur vegna meintra brota þess á breskum persónuverndarlögum.

Í skriflegri yfirlýsingu frá Trump segir að í skýrslu Orbis séu settar fram margar rangar og skáldaðar ásakanir. Trump segist ekki hafa tekið þátt í „afbrigðilegu kynlífi, þar á meðal leigu vændiskvenna, í forsetasvítunni á hóteli í Moskvu“, né tekið þátt í kynlífspartíum í St Pétursborg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum