fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Grenitrjáablæti

Eyjan
Laugardaginn 2. september 2023 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Isavia hefur krafist þess að greniskógurinn í Öskjuhlíð verði felldur eða grisjaður vegna flugöryggis. Margir hafa orðið til að mótmæla og talað um mikilvægi og fegurð þessa útivistarsvæðis. Venjulega er þar á ferð fólk sem aldrei hefur gengið á þennan torfæra hól í miðborg Reykjavíkur.

Á liðinni öld gekk yfir landið mikið skógræktaræði. Menn lásu í Landnámu að landið  hafi verið klætt skógi en skammsýnir fornmenn hoggið trén í eldivið. Til að leiðrétta þennan verknað voru fengnar til landsins milljónir greniplantna frá Noregi. Þessum ófögnuði var plantað bæði skipulagslaust og gagnrýnislaust. Menn gengu jafnvel svo langt í dellunni og grenitrjám var plantað á sjálfum Þingvöllum og víðar á viðkvæmum svæðum. Í Hlíðahverfi og Laugarásnum í Reykjavík ríkti sannkallað grenitrjáablæti eins og í Öskjuhlíð. Trjáplöntum var dritað útum allt með þeim afleiðingum að upp óx skelfilegur grenitrjáaskógur í byggð. Þessi tré hafa náð ótrúlegri hæð og verða ljótari með hverju árinu og skyggja á allt útsýni. Skógurinn í Öskjuhlíð hefur fengið að vaxa óáreittur og ógrisjaður svo að hann er orðinn að villigróðri sem nýtist engum nema kanínum í æxlunarleik. Fólk getur ekki stundað neina útivist í þessum skógi vegna þess hversu óhaminn og þéttur hann er. Hann keyrir í kaf allar sögulegar minjar í Öskjuhlíð.

Ég er því hjartanlega sammála að fella þennan forljóta greniskóg. Síðan þarf að höggva grenitré um allt land og byrja á því að frelsa Þingvelli úr ánauð norskra trjáræktarsjónarmiða. Einu sinni var sagt um fyrirbæri sem engan veginn passaði inn í umhverfi sitt: „Þetta er eins og sjá fjallkonuna í þjóðbúningi og klofstígvélum.“ Tími er kominn til að klæða Öskjuhlíðina, Þingvelli og fleiri náttúruperlur úr þessum forljótu klofstígvélum og koma í veg fyrir meiri landspjöll og hermdarverk skógræktarmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ
EyjanFastir pennar
02.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin
EyjanFastir pennar
01.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið
EyjanFastir pennar
26.10.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Sveifluríkið Ísland

Sigmundur Ernir skrifar: Sveifluríkið Ísland
EyjanFastir pennar
26.10.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa