fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Refsivöndurinn

Svarthöfði
Laugardaginn 19. ágúst 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur ákveðið að færa aurana sína frá Íslandsbanka eitthvað annað. Ekki liggur fyrir hvert en bjóða á út viðskiptin. Í hádegisfréttum Ríkisins segir formaðurinn að umfangsmikil lögbrot bankans við sölu á smáræði í sjálfum sér verði að hafa afleiðingar og á þar líklega við að aurar verslunarmanna fari í rentu annars staðar en þar. Refsivöndurinn er aldrei fjarri þegar Verslunarmannafélag Reykjavíkur er annars vegar.

Svarthöfða þykir fara vel á því að félagið beiti refsingum að vild ef formanninum mislíkar. Það hefur líka gefist vel. Félagið beitti sér fyrir því með skuggastjórnunartilburðum að Lífeyrissjóður verslunarmanna sniðgengi útboð á hlutum í Icelandair fyrir um það bil þremur árum og forðaði þannig sjóðnum frá því að hagnast myndarlega á þeim viðskiptum – sem aldrei urðu. Tilefni afskipta formannsins þá var að honum líkaði ekki samningatækni fyrirsvarsmanna Icelandair í kjaradeilu við flugfreyjur.

Reyndar segja sumir að formaðurinn hafi með þessari framgöngu sinni sjálfur framið lögbrot því hann situr ekki í stjórn sjóðsins og hefur enga aðkomu að honum fyrir utan að greiða þangað iðgjöld. Formaðurinn og stjórn hans láta ekki við þetta sitja heldur hvetja nú Lífeyrissjóð verslunarmanna að fara að dæmi félags síns sem sveiflar nú refsivendinum án afláts.

Svarthöfði vonar að Verslunarmannafélag Reykjavíkur taki í vaxandi mæli þátt í refsivörslu hér á landi og jafnvel víðar. Ekki er nú vanþörf á þegar févana eftirlitsstofnanir komast ekki yfir verkefni sín.

Þannig gæti félagið tekið aukinn þátt í verkefnum á fjölbreyttum sviðum eftirlitsiðnaðarins. Mörg dæmi má nefna. Umferðareftirlit, samkeppniseftirlit, áfengiseftirlits og jafnvel eftirlit við veiðiár landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Vandamál okkar eru léttvæg

Vandamál okkar eru léttvæg
EyjanFastir pennar
08.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?
EyjanFastir pennar
07.11.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn
EyjanFastir pennar
28.10.2024

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?
EyjanFastir pennar
27.10.2024

Björn Jón skrifar: Endimörk dellunnar

Björn Jón skrifar: Endimörk dellunnar