fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Vodafone virkjar 5G þjónustu á 100 sendum

Eyjan
Föstudaginn 9. júní 2023 10:14

5G er nýjasta og hraðasta kynslóð farsímanetsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vodafone hefur virkjað 5G þjónustu á 100 sendum um landið sem er hluti af verkefninu 5G allan hringinn sem hófst haustið 2020. 5G tæknin býður upp á tækifæri á að ná enn meiri hraða og stöðugleika í nettengingum bæði heima fyrir og hjá fyrirtækjum.

„Starfsmenn Vodafone hafa verið í vinnu síðasta árið um land allt við virkjun á 5G sendum. Einnig hefur Vodafone unnið að eflingu á 4G sendastöðvum ásamt uppfærslu á öðrum sendum. 5G er nýjasta og hraðasta kynslóð farsímanetsins og eykur hraða á netinu til muna. Uppbyggingin stórbætir því tengingar fyrir landsmenn og ferðamenn. Vodafone mun setja upp 100 5G senda til viðbótar á næstu 18 mánuðum um allt land,“ segir Sigurbjörn Eiríksson, forstöðumaður Innviða hjá sýn.

„Við erum ánægð með þann árangur sem við höfum náð í uppbyggingu á 5G um land allt fyrir okkar viðskiptavini. 5G netið er allt að 10 sinnum hraðara en 4G netið og býður upp á möguleika að deila miklu magni af gögnum í rauntíma. 5G tæknin veitir til dæmis fyrirtækjum möguleika á að nýta hlutanetstækni til rakningar og mælinga í rauntíma og hámarka skilvirkni. Hún tryggir jafnframt sumarbústaðareigendum sítengingu á dreifbýli og einstaklingum að streyma miklu magni gagna á miklum hraða. Uppbygging 5G tenginga um allt land er liður í framúrskarandi þjónustuvegferð Vodafone og fögnum við þeim árangri að hafa virkjað 100 senda á svona stuttum tíma,“ segir Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri hjá Vodafone.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum