fbpx
Fimmtudagur 13.júní 2024
Eyjan

Vilhjálmur ætlar að bíða með fagnaðarlætin – „Margoft búið að lofa þessu og ekkert gerist“

Eyjan
Laugardaginn 27. maí 2023 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, segist ætla að bíða með fagnaðarlætin varðandi þær hugmyndir að banna 40 ára verðtryggð lán og að breytingar verði gerðar á útreikningi húsnæðisliðsins í vísitölu neysluverðs. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann að slíkum loforðum hafi margoft verið slengt fram en að ekkert hafi gerst enda „hagsmunir fjármálaelítunnar sem hafa komið í veg fyrir þessar breytingar til þessa.“

Brostin loforð

Tilefnið var að Sigurður Ingi Jóhannesson, innviðaráðherra, viðraði þær hugmyndir í samtali við Morgunblaðið að banna áðurnefnd 40 ára verðtryggð lán með lögum auk þess sem að hann lýsti því yfir að lands­menn megi vænta þess breyt­ing­ar verði gerðar á út­reikn­ingi hús­næðisliðsins í vísi­tölu neyslu­verðs.

„Vandi okk­ar á Íslandi er að hús­næðisliður­inn hef­ur verið rangt reiknaður. Hann bygg­ist fyr­ir og fremst á kaup­verði íbúða, og hopp­ar til og frá mánaðarlega, á meðan þjóðir með sam­bæri­leg viðmið og við eru með öðru­vísi út­reikn­inga. Þetta er verk­efni sem er búið að vera í gangi hjá Hag­stof­unni í ein­hvern tíma og ég von­ast til að það fari að skila sér,“ sagði Sigurður Ingi.

Málefnið hefur verið Vilhjálmi mjög hugleikið enda mikið hagsmunamál fyrir launþega að hans mati og margra annarra.

„Ég hef barist fyrir þessu síðustu þrettán árin ásamt fleirum og vonandi er þetta að verða að veruleika, en okkur í verkalýðshreyfingunni hefur reyndar verið lofað því að banna 40 ára verðtryggðlán og breyta útreikningi á neysluvísitölunni margoft,“ skrifar Vilhjálmur.

Hækkun fasteignaverðs keyrir verðbólguna áfram

Hann fullyrðir að fyrir liggi að  húsnæðisliðurinn í neysluvísitölunni hafi keyrt verðbólguna áfram hér á landi síðustu tíu ár.

„Sem dæmi þá liggur fyrir samkvæmt Hagstofunni að verðbólgan með húsnæðisliðnum inni er frá apríl 2013 til apríl 2023 43,54% eða að meðaltali 4,34% á ári. En án húsnæðisliðar eru verðbólgan á sama tímabili 24,4% eða 2,44% að meðaltali sem er undir lægri verðbólgumarkmiðum Seðlabankans,“ skrifar Vilhjálmur.

Á þessu sést, að hans mati, að það er hækkun á fasteignaverði sem hefur keyrt 56% af verðbólgunni áfram hér á landi.

„Þetta vita stjórnvöld og Seðlabankinn en til þessa ekkert gert í því. Hins vegar stendur ekki á þeim að öskra á verkalýðshreyfinguna og kenna henni um verðbólguna á sama tíma og það blasir við hvað keyrir verðbólguna áfram hér landi sem er jú húsnæðisliðurinn eða svokölluð reiknuð húsaleiga. Ég ætla allavega að ekki að fagna fyrr en þetta verður orðið að lögum og komið til framkvæmda enda margoft búið að lofa þessu og ekkert gerist enda hagsmunir fjármálaelítunnar sem hafa komið í veg fyrir þessar breytingar til þessa,“ skrifar Vilhjálmur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Tvö skref til hægri og vinstri snú – list hins ómögulega

Svarthöfði skrifar: Tvö skref til hægri og vinstri snú – list hins ómögulega
Eyjan
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína gerir upp kosningabaráttuna – Halla hafi verið sú eina sem stóð upprétt eftir „aðfarir dauðasveitar Katrínar“

Steinunn Ólína gerir upp kosningabaráttuna – Halla hafi verið sú eina sem stóð upprétt eftir „aðfarir dauðasveitar Katrínar“