fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Bjarni og bankarnir hafi heimtað hærri vexti og Seðlabankinn orðið við „óskum yfirmanns síns“

Eyjan
Miðvikudaginn 24. maí 2023 12:33

Myndin gæti verið samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir að bankarnir í landinu hafi kallað eftir hærri stýrivöxtum sem og sjálfur fjármálaráðherra. Seðlabankinn hafi svo orðið við þessu ákalli í „takt við óskir yfirmanns síns“.

Þetta kemur fram í Facebook færslu sem Kristján Þórður ritaði í tilefni af stýrivaxtahækkunum sem tilkynntar voru í morgun, en vextir hækkuðu um 1,25 prósent sem gerir stýrivexti 8,75 prósent eftir hækkunina, sem er það hæsta sem Ísland hefur séð í 13 ár.

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, kallaði eftir því í morgun, þegar hækkunin var tilkynnt, að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisvaldið standi undir ábyrgð og taki þátt í viðbragði við verðbólgu og verðbólguvæntingum. Seðlabankinn geti ekki tekið slaginn einn. Ásgeir telur að kjarasamningar sem undanfarið hafa verið undirritaðir hafi verið úr hófi og ljóst að ekki sé þjóðarsátt í gildi gegn verðbólgu, launahækkanir hafi aukið verðbólgu sem þýði að seðlabankinn sé nauðbeygður að bregðast við með stýrivaxtahækkunum.

Aðalhagfræðingur seðlabankans, Þórarinn G. Pétursson, sagði í morgun að það væri rangt, sem margir héldu fram, að nú þegar fólk leitar í auknum mæli í verðtryggð lán þar sem vextir á óverðtryggðum þýði óviðráðanlegar afborganir, geri stýrivexti seðlabankans að gegnlausu tóli gegn verðbólgu. Rétt sé að áhrifamáttur peningastefnu sé sá sami hvort sem hluti verðtryggðra lána sé mikill eða lítill.

Kristján Þórður segir að ljóst sé að vextir séu farnir að auka kostnað við rekstur húsnæðis í landinu, sem svo ýti undir hækkun fasteignaverðs og ýti undir að fólk leiti frekar í verðtryggð lán með lægri greiðslubyrði.

„En á sama tíma vinnur það gegn markmiðum SÍ. Þetta kyndir undir verðbólgubálinu. En þenslan liggur reyndar ekki þarna samkvæmt SÍ. Vandamálin núna eru þau að fyrirtæki landsins eru að sækja of mikið fé sem tekið er að láni. SÍ telur að núna þurfi að hækka vexti til að sporna við því í stað þess að grípa til sértækra aðgerða sem gætu takmarkað útlán til fyrirtækjanna. Þessi leið SÍ virkar hreinlega ekki og Seðlabankinn mun líklega ekki viðurkenna það fyrr en að allt er komið í þrot; þegar nægur fjöldi heimila landsins er kominn í þrot; þegar búið er að taka eignir af fólkinu; þegar eignamyndun hjá venjulegu fólki undanfarinna ára hefur verið tekin til baka.“

Kristján Þórður segir að verðbólgan á Íslandi í dag, sem og úti í heimi, sé hagnaðardrifinn þar sem fyrirtæki nýti sér stöðuna til að hækka verð úr hófi. Þetta sé gert með blessun ríkisstjórnarinnar sem ætli að hygla þeim ríku á kostnað þeirra sem minna eiga.

„Það er rót vandans í dag, hagnaðardrifin verðbólga. Hið opinbera er nákvæmlega ekkert að gera til að bregðast við þessum vanda, enda sýnist mér ríkisstjórn Íslands vera með það helsta markmið að tryggja fjármagnseigendum aukið fjármagn og það skal sótt til almennings; til unga fólksins; til öryrkja og aldraðra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður