fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

„Óumdeildir stjórnmálamenn eru algjörlega gagnslausir“

Eyjan
Mánudaginn 8. maí 2023 11:29

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir flesta stjórnmálamenn á Íslandi keppast við að vera óumdeildir. Sigmundur, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar segir pólariseringu orðna mikla í samfélaginu og það valdi ótta fólks við að segja skoðanir sínar. Sigmundur segist hafa tekið ákvörðun um að fikra sig meira og meira í þá átt að segja hlutina hreint út og taka afleiðingunum af því.

„Ég er alltaf að fikra mig meira og meira í þá átt að segja hlutina bara hreint út. Flestir stjórnmálamenn á Íslandi eru ekki nógu hreinskilnir og heiðarlegir. Sérstaklega valda uppeldisstöðvar flokkanna því að fólk lærir að spila leikinn. Við erum komin út í mikil ímyndastjórnmál, þar sem eru settir alls kyns stimplar á fólk í tíma og ótíma. Fólk óttast að vera heiðarlegt af ótta við að vera tekið úr samhengi og stimplað á ákveðinn hátt. Fólk í stjórnmálum vegur svo og metur kosti og galla þess að þora að vera heiðarlegt og æ fleiri enda á að vilja fá ímynd hins óumdeilda. En óumdeildir stjórnmálamenn eru algjörlega gagnslausir. Nánast engin ákvörðun sem raunverulega breytir hlutunum er óumdeild. Við lifum á tímum núna þar sem maður verður bara að láta sig hafa það að það sé stundum snúið út úr ef það er kostnaðurinn við að segja hlutina hreint út,“ segir Sigmundur Davíð og heldur áfram:

„Samfélagsmiðlarnir ýta svo mjög undir skautun eða pólariseringu í samfélaginu. Það er stanslaust verið að búa til aðgreiningu á milli fólks og setja það í hópa, sem veldur því að einstaklingurinn týnist. Covid-tímabilið magnaði þetta ástand mikið og þessi þróun hefur verið í miklum vexti frá ári til árs og nánast frá mánuði til mánaðar. Það verður alltaf minna og minna rými fyrir þá sem vilja staðsetja sig á miðjunni, taka afstöðu í hverju máli fyrir sig og ekki vera á öðrum hvorum pólnum.”

„Stjórnmálamenn eru hættir að stjórna“

Sigmundur segir það orðið mjög áberandi í stjórnmálum á Íslandi að keppst sé við að búa til óumdeilda ímynd og láta ákvarðanir sem skipta máli mæta afgangi.

„Það er komið ástand þar sem stjórnmálamenn eru hættir að stjórna. Flestir stjórnmálamenn reyna bara að komast í gegnum daginn án þess að segja neitt sem gæti verið umdeilt. Eðli málsins samkvæmt er það slæm þróun, þar sem flest allt sem skiptir máli gæti verið umdeilt. Fólk vegur og metur ávinninginn af því að segja sína raunverulegu skoðun eða gera bara það sem er óumdeilt og niðurstaðan er oftast þessi. Að reyna að smjúga í gegn og klifra smám saman tröppuganginn án þess að það sé of mikið tekið eftir því. Koma svo fram þegar vel stendur á og klippa borða og búið sé að leggja fram frumvarp um eitthvað sem enginn getur haft slæma skoðun á. Þetta veldur því síðan að ákvarðanir sem raunverulega skipta máli sitja á hakanum, af því að slíkar ákvarðanir kalla oft á sterkar skoðanir og eru ekki óumdeildar,“ segir hann.

Þáttinn með Sigmundi og alla aðra þætti Sölva má nálgast inni á SölviTryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar