Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2023, hækkar um 1,39 prósent frá fyrri mánuði og mælist verðbólga á ársgrundvelli nú 10,2 prósent.
Þetta er hæsta verðbólga sem mælst hefur hér á landi síðan í september árið 2009.
Verð á mat- og drykkjarvörum hækkaði um 1,9 prósent, verð á fötum og skóm hækkaði um 6,8 prósent og verð á húsgögnum, heimilisbúnaði o.fl. hækkaði um 8,7 prósent.
Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.
„Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 10,2% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 8,9%“
Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 1,81 prósent frá því í janúar á þessu ári.