Kaup Senu á viðburðafyrirtækinu Concept Events er nú til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitin. Samrunatilkynningu vegna fyrirhugaðs samruna hefur verið skilað inn. Fjallað er um kaupin í Viðskiptablaðinu.
Sena samstæðan velti 2,4 milljörðum króna árið 2021. Auk þess að reka Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó hefur félagið annast skipulag og framkvæmda viðburða líkt og Iceland Airwaves og flutt inn heimsfræga listamenn og uppistandara til landsins. Á meðal komandi viðburða eru tónleikar hljómsveitarinnar Backstreet Boys, en vefur Senu hrundi á mánudag þegar tilkynnt var um komu sveitarinnar.
Viðburðafyrirtækið Concept Events var stofnað í janúar 2017 af Dagmar Haraldsdóttur og Söndru Ýr Dungal. Líkt og Sena sér félagið um að hanna, skipuleggja og framkvæma viðburði.