Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, var endurkjörin formaður Félags atvinnurekenda á aðalfundi félagsins í gær. Fjórir félagsmenn sóttust eftir tveimur sætum meðstjórnenda, sem kosið var í á fundinum.
Þau Lilja Dögg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri lyfjasviðs Icepharma, og Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, hlutu bæði endurkjör og er stjórnin því óbreytt að aðalfundi loknum.